Jæja, núna eru liðnir rétt tæpir tveir mánuðir síðan við efndum til bannerkeppni. Við fengum fimm flotta bannera senda inn en ætli flestir geti ekki verið sammála um það að það var einn sem stóð upp úr. Það var að sjálfsögðu bannerinn sem Ameza sendi inn.
Virkilega flottur banner hjá henni og ég vil óska henni til hamingju fyrir hönd okkar stjórnenda.
Einnig vil ég þakka Loner og Catastrophes fyrir sín framlög í þessa keppni.
Bannerinn hennar Amezu mun því verða settur hér upp á allra næstu dögum.
Athugið að ákvörðun stjórnenda er endanleg og ekki verður tekið við neinum kvörtunum varðandi þetta mál.