Mikilvægt!!! Merkja allar sögur sem fara í keppnina með *Keppni*.
Sæl öll,
Vegna fjölda eftirspurna hefur verið ákveðið að setja í gang aðra smásagnasamkeppni. Afsakið hvað ég var lengi að henda þessu inn en það hefur verið einstaklega mikið að gera, eins og hjá mörgum væntanlega.
Keppnin á að tengjast hátíðunum, bara af því að þær eru að koma. Og með hátíðirnar er átt við allt það sem gerist í desember, hvort sem það eru jólin, hanuka, áramótin o.s.fr. Hér eru skilyrðin:
- Sagan verður að byggjast á atburði sem þú upplifðir einhverntímann yfir hátíðirnar, og hann verður að tengjast hátíðunum á einhvern hátt, semsagt þær þurfa að koma fram, eða allaveganna ein af þeim.
- Þú mátt breyta um persónur og umhverfi eins og þú vilt, jafnvel skálda í eyðurnar, en þetta verður samt að byggja á þinni eigin reynslu.
- Sagan verður að vera á íslensku.
- Hámark 2000 orð, lágmark 200 orð.
- Ekki verður tekið á móti illa stafsettum og óyfirförnum sögum, en ef þið eigið í vandræðum með slíkt má senda mér sögur til yfirlestrar.
- Sögum þarf að skila í seinasta lagi kl. 23:59 þann 31. desember (fyrir árslok).
- Einnig vil ég benda á að ritstuldur er brot á hegningarlögum.
Endilega spyrjið ef eitthvað er óljóst.