Sæl öll!
Það hafa komið inn fyrirspurnir um það hvort hægt sé að skrifa framhaldssögur hér, sem virka þannig að einhver skrifar byrjun og svo skrifar fólk bút og bút inn í. Í ljósi þess höfum við ákveðið að útfæra þá hugmynd á eftirfarandi hátt:
-Búinn verður til sérstakur korkur undir þetta. Þar verður hægt að stofna nýjan kork, og þegar það er gert skrifar maður byrjun á sögu. Byrjunina merkir maður með tölustafnum 0.
-Til þess að halda áfram með söguna svarar maður því sem var skrifað síðast í söguna. Ef maður er að gera 1. svarið, þá merkir maður bútinn númer 1. Næsta svar verður númer 2, svo 3 o.s.fr.
-Ef tvö eða fleiri svör koma sem hafa sama númer, mun fyrsta svarið gilda og seinni svörum verður eytt eins fljótt og auðið er.
-Það er bannað að skrifa 2 svör í röð.
-Taka verður tillit til fyrri búta þegar svarað er. Ef byrjunin gerist á Íslandi með Jóni og Gunnu og næsti bútur á að gerast í Frakklandi, þá verður að gera grein fyrir því hvernig þau komust þangað, og þau verða að heita það sama. Þið skiljið örugglega hvað ég er að fara. Það verður að vera flæði í sögunni.
-Það verður að merkja númer hvað svarið er.
-Þetta er /smásögur, ekki /sorp. Svörum sem eiga heima á /sorp verður hiklaust eytt. Við viljum flottar sögur.
Endilega spyrjið ef eitthvað er óljóst. Svo er um að gera að vera frumleg og skemmtileg!
Bætt við 18. júlí 2008 - 16:50
Nokkur atriði í viðbót!
Hvert brot má ekki vera meira en 400 orð.
Ef maður ætlar að enda söguna, þá:
-Merkir maður brotið með ENDIR.
-Það má ekki enda söguna nema það séu komin að minnsta kosti tvö brot auk byrjunar.
-Brot númer 30 verður að enda söguna.
Spyrja meira ef það eru fleiri spurningar.