Því miður virðist sem tímabundið samskiptaleysi okkar Sirju hafi endað með smá klúðri. Hún sendi inn könnun í gær um hvaða saga væri best, einsog átti að koma í lokin á keppninni. Vandinn var hinsvegar sá að ég hafði miðað rammann við 23:59 1.júlí, en hún 23:59 30.júní. Ég hafði þegar sagt keppanda að senda bara inn fyrir 23:59 1.júlí, svo til að allt væri sanngjarnt hans vegna þurfti ég að eyða könnuninni og senda inn nýja.
2 atkvæði voru komin og ég hvet ykkur til að kjósa uppá nýtt, þið tvö sem voruð búin að kjósa.
En keppnin er semsagt búin og nú hefst kosningin. Vonandi reyniði að halda ykkur frá klíkuskap og leyfið réttmætum sigurvegara að vinna, og ég hvet ykkur endilega til að lesa allar sögurnar sem í keppnina bárust í einu áður en þið eyðið ykkar atkvæði. Ég ætla að reyna að hafa link á sögurnar í könnuninni sjálfri til að auðvelda ykkur þetta, það er hægt veit ég en ég á bara eftir að fatta hvernig.
Kosningin klárast 23:59 þann 6.ágúst.
Megi svo besta sagan vinna!