Sæl verið þið!
Í tilefni af sumrinu höfum ég og Sirja ákveðið að efna til smásagnasamkeppni. Við erum að vinna í því að fá verðlaun fyrir hana, en þau verða auglýst þegar þau hafa fengist. Líklegast reynum við að fá vinningssöguna birta einhversstaðar á prenti í útgefnum miðli, eða þá að við sníkjum einhverja veraldlega gjöf handa ykkur.
Fyrirmælin eru eftirfarandi:
- Lágmark 500 orð, hámark 3.000 orð.
- Sagan verður að vera á íslensku (og vandið ykkur nú!)
- Hún verður að enda vel. Opið til túlkunar.
Sögur sem ekki uppfylla þessi skilyrði verða ekki samþykktar til keppni.
Haldin verður kosning með skoðanakönnun og eru notendur þá beðnir um að kjósa þær sögur sem þeim þykja bestar, en ekki vegna klíkuskapar.
Hægt er að senda inn sögur til 1. júlí, en þá verður búin til skoðanakönnun um þær sögur sem hafa verið sendar inn.
Nú verða allir að taka þátt, engar afsakanir!