Einu sinni var súr, geðstirður, en þó einkar frambærilegur maður sem svo vildi til að var staddur uppí tré. Þrátt fyrir að vera einkar frambærilegur maður hafði honum fipast eilítið við ræðuhöld og misst útúr sér skoðanir sínar á því sem hann vildi kalla “retarða” en voru í raun afar meinlausir kotbændur. Að þetta skuli hafa gerst á ársþingi Bændasamtakanna hjálpaði engum, en þarsem þessir svokölluðu “retarðar” voru afar meinlausir höfðu þeir látið þessar skoðanir hans viðgangast, en það sama gilti ekki um kindurnar þeirra, því þær höfðu einhvernveginn skilið manninn og ráðist að honum. Hvað þær voru að gera á ársþinginu til að byrja með skal látið ósagt, en eftir nokkuð skondinn eltingarleik á milli herbergja á gangi einum höfðu þær náð að elta hann uppí tré í garðinum við húsið. Verandi kindur gerðu þær sér ekki grein fyrir því að þetta var íslenskt tré og nokkuð auðvelt að ná til mannsins með örlítilli fyrirhöfn, en þetta litla lán í óláni breytti því ekki að hann var enn fastur uppí tré.
Eftir stutta íhugun um hvað í fjandanum hann gæti til bragðs tekið brá honum heldur betur í brún, því í staðinn fyrir að hoppa uppí loftið og stanga hann niður höfðu kindurnar hannað flókið vogarskálakerfi og voru nú uppteknar við að kasta steinum í manninn. Þá komu þó loksins bændurnir út, því næsti ræðumaður hafði lokið máli sínu og komið að sígarettuhléi. Verandi ósköp meinlausir kotbændur vorkenndu þeir manninum og ráku kindurnar uppá næsta vagn.
Lét maðurinn sig þá detta niður úr trénu af feginleika en hrasaði í lendingunni og lenti með hausinn á steini, og drapst því miður eftir sex mánaða dá.
—–
Mér finnst samt alltaf svo þrúgandi að vinna eftir uppskrift. Ég kem aldrei almennilegum skrifum að, bara plotti. Næst kannski í burtu með æfingu.