Álfar ljóma.


Í hól skammt frá skóginum bjó álfafjölskylda. Í fjölskyldunni voru mamma, pabbi og eitt barn, hann Baldur litli. Baldur gerði oft eitthvað sem hann átti ekki að gera því hann var svo stríðinn. Eitt sinn fór hann út í skóg og lék sér við hin áfabörnin. Þá datt honum í hug að fara og stríða gamla skógarálfinum en það geri engin því hann var svo skapstirður. Þegar Baldur kom að hól skógarálfsins sá hann hvar hann svar vært í hægindastólnum sínum. Datt honum þá í hug að gaman væri að plata hann svolítið. Hljóp til hans og vakti hann sagði honum með æslagangi og látum að hann væri orðinn of seinn í veisluna hjá álfakónginum. Ha, hvaða veislu ? Þá sagði Baldur, þú ert orðin svo gleymin, drífðu þig nú. Skógarálfurinn stóð stirðlega upp og náði í jakkann sinn og haltraði af stað. Þegar hann var komin spölkorn inn í skóginn mætti hann, pabba Baldurs og sagði honum að Baldur litli hefði komið og vakið sig svo að hann kæmist í veisluna. Datt þá pabba Baldurs strax í hug að nú hefði Baldur verið að stríða gamla skógarálfinum og sagði að það væri engin veisla í dag. Nú verð ég að taka í lurginn á honum syni þínum sagði skógarálfurinn þá. En Baldur sat uppi í tré og fylgdist með og ljómaði allur í framan yfir að prakkarastrikið hafði heppnast.