þegar að ég var 7 ára og í tölvutímum í skólanum samdi ég mína fyrstu smá sögu, ásamt vini mínum. hún er nokkuð skondinn.

Alltaf á jólunum koma jólsveinar í borgirnar og á sveitabæji til að gefa börnunum í skóinn og fara á jólaböll. Jólasveinarnir gefa mandarínur, nammipoka og happaþrennur. Ein jólin kom Hurðaskellir ekki til að gefa börnunum í skóinn af því að hann fór að hitta frænda sinn í Ástralíu. En daginn fyrir þorláksmessu ákváðu þeir að fara heim til íslands til að hitta Grýlu og Leppalúð og hina jólasveinanna. Hurðaskellir og frændinn komust heim í fjallið rétt fyrir jólamatinn og allir voru rosa glaðir að sjá þá og jólin urðu skemtileg. því alla fannst vanta hurðaskelli.

Endir

Ekkert svaka góð ritsmíði og þó miðað við 2 7 ára krakka