Hambó! II kafli: Leitin að Vidda Vonda
Þegar við skildum seinast við Hambó þá sat hann í súphugsaði, og þá! Hugsaði hann meira. Eftir viku í dýflissunni. Hann gékk að hurðinni og barði hausnum í hana af pirringi, og viti menn hún var opin eftir allt saman! Viddi Vondi hafði gleymt að loka. Þá stökk hann framm í leit að Vidda Vonda. En þegar hann kom framm þá var miði á eldhúsborðinu: Skrapp til mömmu, verð ekki lengi. Ástarkveðja Viddi Vondi. Hann byrjaði að gramsa í byrginu hans, hann fann byssuna sína en hann fann ekki lyklanna að þyrlunni. En hann fann lyklana að Dæhatsjú Tjareid árgerð 86, hann fór út og synti aftur upp hverinn. Þegar hann kom upp þá var annar miði. Hambó! Fékk þyrlunna lánaða, Þúsund kossar! Viddi Vondi. ARG! Þetta var þyrlan mín og han bað ekki einu sinni um leyfi. Hambó hoppaði uppí Dæjaran hans Vidda Vonda og startaði. En hann fór ekki í gang þá fór Hambó út og leit undir vélhlífina. Þá tók hann kertið, setti það á milli rasskinnana á sér og herpti saman. Þá tók hann kertið, skrúfaði því aftur í og inní bíl. Þá startaði hann. Og viti menn! Bíllinn hrökk í gang. Hann byrjaði að keyra. Og hann Hugsaði, hmm, AHA! Mamma er örugglega dulmál. Hann hefur farið í höfuðstöðvar S.Í.V.K. HAHA! Nú næ ég honum! Hann þandi Dæhatsjúinn í botn og héllt til höfuðstöðva S.Í.V.K. sem eru staðsettar í Þorlákshöfn. Þegar hann kom, tók hann byssunna og hlóð hana. Síðan sparkaði hann í hurðina og öskraði: “Jæja! Viddi Vondi, nú næ ég þér! Kom þá Árni Johnsen, ”AHA! Nei þú ert ekki Viddi Vondi.“ Sagði Hambó. ”Nei, hann hefur ekkert komið í dag, ég held að hann hafi farið til mömmu sinnar. Hambó trylltist af reiði og hoppaði aftur í Dæhatsjúinn og keyrði af stað í leit að Vidda Vonda.