Ég vakna klukkan 8 því að ég er engin svefnpurka. Það er vetrarfrí í skólanum og ég má sofa út en get það ekki eftir að hafa vaknað klukkan 7 alla morgna, til að mæta í skólann. En svo rennur upp fyrir mér að þorrinn er byrjaður og langamma er í heimsókn og ég flýti mér að þykjast vera sofandi því að ég vil alls ekki borða þorramat í dag. HJÁlP. Það eina sem lanamma tekur tillit til er svefntími, henni finnst að allir verði að fá nægan svefntíma og finns að grunnskólanemar á efsta stigi læri of mikið og fái engan svefntíma. Sjálf sefur hún í 18 tíma á dag eins og ungbarn en núna alltaf þegar hún kemur í heimsókn til okkar ræsir mamma hana snemma á morgnana. Þá fer hún eitthvað að rausa. Hún kemur bara til okkar á þorranum til þess að láta okkur borða þorramat og sérstaklega mig. Pabbi og mamma hafa engan tíma til að láta okkur borða þorramat, þau elda aldrei bara vinna og vinna en segjast samt aldrei eiga neinn pening. En svo klukkan 10 um kvöld á þorranum fá mamma og pabbi þorramat. Þeim finnst hann góður.
Núna heyri ég mömmu ræsa langömmu. Og hún byrjar að rausa. Hún er þannig að hún getur ekki sofnað aftur fyrr en næsta kvöld ef að maður vekur hana. Svo hlaupa mamma og pabbi í bílinn. Mamma keyrir pabba í vinnuna og nær í hann að vinnudegi loknum. Langamma kemur núna rétt bráðum þrammandi inn í herbergi til mín. ,, Af hverju kemur þún nú ekki með mér upp og við getum borðað saman mysu og sviðasultu, þetta er allt saman ágætt?“
ZZZZZZZZZ ég þykist vera sofandi og nenni ómögulega að éta viðbjóð. ,, Jæja ég fer þá bara. Segir langamma. Ég skil auðvitað að svona ungir krakkar eins og þú þurfi auðvita svefntíma, þið lærið líka svo mikið. Já, þetta er harður heimur og ef þið getið ekki lært nógu mikið verðið þið bara aumingjar, vertu sæll.”
Svona er hún amma, um leið og hún fór úr herberginu opnaði ég neyðarútganginn á herberginu mínu sem ég bjó aleinn til þegar ég var 7 ára, ég ætlaði bara að nota hann þegar langamma kæmi, en þurfti einu sinni að hafa hann til annars nota, en ég ætla að halda mig við þessa sðgu núna. Ég fór á náttfötumum út um neyðarútganginn en það myndi hvort sem er enginn bera kennsl á mig þegar ég væri í þessum barnalegu náttfötum. Það var blautt grasið greinilega búið að rigna í nótt. Ég fór til vinar míns hans Hjalta en hann var ekki heima. Þannig að ég var einn á báti. Aleinn. En ég sneri við niðurlútur því að ég var dapur í bragði. En þegar ég ætlaði að opna hurðarhúninn tók ég eftir því að hurðin var útötuð í hvítri málningu og það stóð: Jég er orDinn fjórir ára dú da dú da!. Ég vissi að litlibróðir minn ætti fjögurra ára afmæli, en veitti því engan gaum. Vissi að hann kæmi eins og vanalega úr leikskólanum klukkan 10 með mömmu. Þetta var svolítið sérstakur leikskóli, fyrir krakka sem áttu foreldra sem unnu allan daginn og allt kvöldið. En svo var hann þarna og hló alveg eins og brjálæðingur við hornið á húsinu.
Svo varð dagurinn allt í lagi, langamma var að hreinsa hurðina allan daginn því að þetta var alvöru málning, enginn vasslitur. Litlibróðir minn hafð komist í málninguna út í bílskúr því að hann var opinn, pabbi hafði gleymt að loka henni um nóttina, þegar hann var að smíða út í bílskúr og mamma gleymdi að setja litlabróður á leikskólann. Og ég slapp við þorramatinn þann dag með því að læðast í ísskápinn á meðan langamma var að hreinsa hurðina. Þetta var nýkeypt hurð úr Húsasmiðjunni og langömmu fannst þetta alveg hræðilegt. En mömmu og pabba hefði nú bara fundist þetta í lagi og splæst í nýja hurð.
En Guð má vita það hvort að ég sleppi við þorramatinn á morgun. ( :
THE END
(i)Ragna OG Dagný(i)