Smásaga getur verið ansi margt. Hún getur verið nokkuð löng, eða ör stutt, allt eftir því hvernig maður vill hafa þetta. Ég hef nú enga fagmannlega útskýringu á þessu, en svona tel ég að smásögur séu og er ég búin að vera að skrifa frá því að ég lærði að skrifa!!! Geta fjallað um hvað sem er, eru einfaldar, og að mínu mati er oft hægt að gera langar sögur, þá meina ég skáldsögur að smásögum. Smásögur segja það sem aðal málinu skiptir, eru ekki að teygja hlutina eða fjalla um eitthvað sem skiptir kanski ekki svo miklu máli fyrir söguþráðinn. Persónulega skrifa ég bara um það sem mér dettur í hug, hvort sem það eru til einhverjar reglur um smásögur eða ekki.