Sýnin sem ég sá um morgunin var sem brend í huga minn…. Fallega eiginkonan mín í ástarleik með besta vini mínum…. Hvað hafði ég gert til að verðskulda þetta.
Ég settist þunglamalega niður á lúinn bekkinn í Hljómskálagarðinum og velti fyrir mér að enda þetta vonlausa líf.
Útundan mér tek ég eftir að ung stúlka sest á bekkinn á móti… Augun okkar mætast og hún brosir fallega svo skín í hvítar fallegar tennurnar.
Allt í einu styttir upp í mínum drungalega heimi. Heimurinn var kannski ekki svo vonlaus.
Ég horfi á hagkaupspokann og ákveð að reyna að byrja nýtt líf. Pokinn með blóðugum fötunum endar í ruslinu og ég geng til ungu stúlkunar og býð henni smók.
“Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur”