Ég hleyp í gegnum myrkan, blautan skóginn. finn kalda leðjuna á fótum mér, hjartað slær. Ég hleyp sem fætur toga í burtu frá ógnvættinum, anda hraðar, mig verkjar í hálsinn. Það nálgast!
Ég lít ekki við, bara áfram, en ég veit það nálgast. Hjartað hamast. Eins og trommur. Mér er kalt, ég hægi á mér. Fótatakið horfið, eins og skýinn á þessari grimmköldu haustnótt. Fæ tækifæri til að hugsa, gott. Lít á brákuð lærinn á mér. Þau eru næstum jafn blóðug og hvítur náttsloppurinn, sem fengið hefur að veltast um í grasinu. Finn hvað sársaukinn í andlitinu sækir á, þegar adrenalínflæðið minkar. Næ andanum. Heyri hljóð. Öskur!
Það veit af mér, hérna í rjórinu. Stekk að stað. Finn stinginn í hjartanu aukast, eins og ónýta augað í útklóruðu andlitinu. Hræddur. Eins og fótbrotin mús. Verð að hlaupa! Verð að halda áfram! Verð að lifa! ÞAÐ NÁLGAST! Fynn fyrir heitum andardrætti á hálsinum. Stingur!!!! Sjónsvið minkar! Seinasta sem ég sé eru tré og stjörnur. Og eilitla martröð sem varð að veruleika.