Eitthvað er farið að bera á því að brot úr dagbókum eru sendar inn. Slíkt flokkast tæpast sem smásaga, nema í þeim örfáum tilfellum þar sem sýnt er fram á einvherja sögu og framvindu. Það að birta brot og brot, er út í hött og gefur lesandanum ekkert. Í smásögum birtast myndir, sagðar sögur, myndhverfingar,jafnvel ljóðræna en ekki umkvartanir í dagbók.
Margar skáldsögur hafa verið skrifaðar í dagbókarformi. Kæra dagbók eftir Kolbrúnu Aðalsteinsdóttur er dæmi um slíkt. Þar er færð fram saga með því að skrifa hana í dagbók. Þau ykkar sem ætlið að gera slíkt, verið viss um að dagbókarskrifin ykkar hafa eitthvað fram að færa og eru ekki, bara einhverjar endalausar hugleiðingar um liðinn dag. Það verður að vera kjöt á beinunum.
Það er vel hægt að skrifa smásögu í þessu formi en þá þarf að vanda til verks. Ekki birta bara valdar síður úr dagbókinni sem þið skrifuðuð á meðan þið voruð enn í barnaskóla.