Ég kem hér inn og átta mig á því að lífið mitt er ekki eins og ég vildi, hvernig átti það að vera annars? Átti ég ekki að vera búinn með skólann núna og kannski kominn í eitthvað mikilsmetið starf? Ég er ekki eins og ég ætlaði að vera…..hvað er að mér? Hver er það annars?
Í depurð minni kveiki ég á sjónvarpinu og kemst að því að það er fótbolti í gangi. Ég kætist. Nei…það hlýtur að vera eitthvað meir en þetta? Eitthvað annað en belja full af lofti sem menn sparka á milli sín. Og svo fá þeir ótrúlegan pening fyrir það að sparka í kúlulaga hlut og hlaupa á eftir. Þarf maður ekki peninga til að lifa hamingjusömu lífi? Eru þeir ekki hamingjusamir? Hvað er ég að segja? Var það ekki ég sem sagði fyrir nokkru að peningar skapa ekki lífshamingju….Hvernig stendur á sinnaskiptunum? Af hverju sagði ég það? Ég les bækur. Ég sækist eftir þekkingu, en kemst að því að með meiri þekkingu kemur meiri depurð. Af hverju bý ég hérna? Af hverju get ég ekki verið ríkur. Af hverju varð ég að því sem ég er? Hver er tilgangurinn með veru minni hér? Er ég aðeins uppfylliefni eða er ég kannski, bara kannski, eitthvað meira? Eru mér kannski ætlaðir stórir hlutir? Hvers vegna er líf mitt svona? Hvernig öðlast ég hamingjuna?
Ég sé það sem ég kalla “mig” eða “Ég” fyrir mér að reyna að velta þessu fyrir mér…..Þetta er það sem gerist þegar menn hafa ekkert að gera…..Menn velta fyrir sér lífshamingju sinni og sjá það neikvæða……
Fólk þarf annað fólk……
Sokrates