Ok, það er best að vera hreinskilin. Ég er ekki vön að skrifa smásögur. Enda mundi ég ekki kalla þetta smásögu, frekar, smátjáningu, eða smá-tal-um-asnalega-hluti-sem-fæstir-tala-um.
Þessi “saga” er nefnilega um tilfinningar.
Tilfinningar eru líklegast það versta sem hefur komið fyrir mig. Í augnablikinu eru þær gjörsamlega að gera útaf við mig - tilfinningarnar söknuður, vonbrigði, missir - allt hafi verið tekið í burtu, meðan ég ligg ein, ósjálfbjarga, og geti ekkert aðhafst.
Það er mikið fall frá hamingju yfir í sorg. Og að það gerist allt á einu kvöldi gerir það enn óbærilegra. Núna er tilfinningin bærilegri, en óhamingjan og missirinn segja svo mikið til sín að mér finnst hjartað vera að springa.
Þetta er líkt og að ráfa um í myrku herbergi, maður veit að ljósrofinn er einhversstaðar, en hvernig sem maður leitar getur maður ekki fundið hann. En maður reynir..maður heldur í vonina að finna ljósrofann einhvern daginn, sá sem leitar mun finna, en óþolinmæðin grípur mann svo allt of oft.
Tlfinningin að missa eitthvað, en hafa það samt hjá sér, tala við það og hlæja með því, en vita að það er farið, hún er enn verri en hreinn og beinn endir. Sumar tilfinningar eru bara of sterkar til að gleyma þeim einn tveir og þrír..
Sérstaklega þessi tilfinning.
Ást.