Hún opnaði augun rólega og horfði í kring um sig. Hún hjúfraði sig ofan í hlýja sængina og hugsaði um stelpuna sem hún hafði séð stara á sig. Undarlegur fiðringur fór um hana. Eins og eftir rússíbanaferð. Það var einhvað spennandi við að vera ellt. Og það af stelpu, kanski sem betur fer. Hún hafði fundið það í nokkrar vikur. Eins og einhver væri að horfa á hana. En hún hafði aldrei séð neinn. Fyrr en í gær. Þá sá hún þessa ljóshærðu stelpu horfa á sig úr fjarlægð. Hún gat ekki getið sig til um hvort hún þekkti hana eða ekki, svo langt hélt hún sig frá henni. Hún hjúfraði sig lengra ofan í sængina og lygndi aftur augum. Litla klukkan tivaði og sólin sendi geyslana sína inn um rifu á gluggatjöldunum. Hún teygði úr sér og manaði sjálfa sig til að setjast upp. Gólfið var kallt og það brá á hana gæsahúð þegar hún fór úr náttkjólnum. Hún nuddaði handleggina með heitum lófunum svo henni hlýnaði. Hún gekk að speiglinum og virti sjálfa sig fyrir sér. Grannur nakinn líkaminn var fölur en geyslaði samt af sér fegurð. Brjóstin voru nett án þess að vera of lítil og viðbeinin voru eins og sérpöntuð úr tískubæklingi, fullkomin. Rauðu lokkarnir liðuðust niður ávalar mjaðmirnar og hún hallaði höfðinu til að láta það strjúkast mjúklega við bakið á sér. Hún horfði á sjálfa sig stutta stund, hristi svo hausinn og gekk frá speiglinum. Líkaminn hennar var einhvað sem hún hafði aldrei verið sátt við. Ekki það að henni hafi nokkurn tíma verið strítt fyrir náttúrulega fullkomið vaxtarlag. Síður en svo. Hún vildi bara ekki vera nákvæmlega svona. Brjóstin voru of lítil, mjaðmirnar of stórar, asnalegur nafli, of stór viðbein…. allt var alveg glatað. Hún brá sér í slopp, greip handklæðið sem lá á stólnum og fór inn á bað.
Er að byrja að dúlla mér við svona. Ekki mjög lagin að ég held en þetta gæti orðið byrjun að einhverju…