Ítarlestur:
Gjafir á ekki aðeins að gefa um hátíðar eða afmæli, heldur í hvert skipti sem þú vilt gleðja einhvern. Gjöfin þarf ekki að vera stór, heldur frekar að sýna tilfinningar þínar gagnvart hinni manneskjunni.
Hráefni:
Innblástur, þekking á persónunni sem á að fá gjöfina, athyglisgáfur í lagi, skilning á hvernig gjafir manneskjan vill. Eitt sem er mjög nauðsynlegt: Fylgstu með í dálítinn tíma hvað manneskjan myndi vilja og geti notað eða þarfnast (og ekki endilega hvað henni þarfnast í þínum augum) og síðast en ekki síst; peningar.
Framreiðsla:
Takið athyglisgáfur og blandið með innblæstri. Hrærið mjög vel saman. Safnið allri þekkingu ykkar á manneskjunni og hreinsið vel úr það sem er ónothæft. Passið ykkur á að sjálfselska og eigingirni ykkar blandist EKKI við hráefnin! Notið peninga eftir þörfum.
Borið fram í gjafapappír og gaman að skreyta einnig með borðum.
Verði ykkur að góðu!