Við sátum undir lokin á partýi og ræddum um allt milli himins og jarðar.
Ég vinn á leikskóla, er á deild með börnum 2 ½ og yngri. Umræðan var um hreinleika, sakleysi því í augum þessa barna sé ég hreinleika heimsins, allt það sem er gott, alla ástæðu þess að heimurinn eigi skilið að halda áfram, jafnvel þó haugu þessi eigi eftir að verða spillt, ill, góð eða eitthvað. Því þá stund er ég horfi í augu þessara barna þá líður mér vel, þá hverfa burtu allar áhyggjur og ég svíf um á vængjum friðar, ekkert getur skaðað mig.
Á deildinni hjá mér er ein alvarlega veik stúlka, hjarta veik. Hún gegst undir aðgerð um daginn og gleðin sem lék um mig þegar ég heyrði hjarta hennar slá líkt og hjörtu þeirra heilbrigðu, því í kvöld þá ræddum við um dauðann, tveir vinir mínir hafa misst feður sína, en ég, ég stend eftir, ég stend og ekkert ill, ekkert slæmt, engin sorg hefur sótt að mér. Ég trúi ekki á guð, fólk segir að þegar sorgin ber á dyrnar hjá þér þá muntu leita á náðir guðs eftir friði, hvorugur vina minna gerði það. Og sú hugsun situr í mér. Guð, er hann til eða er hann ekki til, ég öfunda það fólk sem finnur styrk inn í sér til að trúa, sjálfur get ég ekki trúað því ekkert hefur gerst, engar sannanir til að ýta undir ástæðu mína til að trúa. Við töluðum lengi um dauðann, sakleysi barnanna. Og þarna á móti mér sat þessi stúlka, augu hennar svo tær, það greyp mig, augun hennar. Brúnt hárið féll niður vangann, hve mikið ég gæfi fyrir að kyssa þennan vanga, halda utanum hana, elska hana.
En hún fór, einhver kom og hrifsaði hana frá mér, skutlaði henni heim og eftir sat ég fyrir framan tölvuna og bölva í huganum því lét ég hana frá mér. Afhverju sagði ég ekki neitt. Og hugsun mín deyr er ég hverf í heim draumana og vonandi hitti ég hana þar, vonandi, ég veit það þegar vekjaraklukkan vekur mig inn í nýjan dag.
Og hvað það var sem ég hef talað um hér í þessari smásögu, ef smásögu má telja, einhver boðskapur eða tilgangur.
Enginn! Stundum er lífið svona. Enginn tilgangur með neinu bara orð sem fyrir suma merkir eitthvað meðan aðrir hlusta ekki.
Þessi orð gera eitthvað fyrir mig. Hjálpa mér á einhvern hátt og hjarta mitt segir mér að koma þeim frá mér. Meira skiptir mig ekki máli.
Ég kom þessu frá mér.