Einu sinni fyrir langa löngu í orka þorpi var ork sem var kallaður litlasti orkinn, hann leit út eins og allir hinir orkarnir, með öxi og allt nema að hann var bara 80 cm hár meðan hinir orcarnir voru um 230 cm háir. Þorpsandalæknirinn kallaði saman alla orkana vegna þess að mennirnir ætluðu að ráðast á orkana. Það þýddi bara einn hlut aðeins einn hlut, peninga og frægð (orkar ekki telja vel). Qu-Log fór með sína menn og faldi sig í skóginum, Mysarg fór með sína menn á móti árásarsveitinni og að lokum fóru Pol-Ka og Shis-Ka með árásarlið í virki mannanna.
“En hvað með mig?” Spurði litlasti Orkinn
Andalæknirinn hugsaði sig lengi um og að lokum mælti hann, “það er kista með 7 gullpeningum í suðri vernduð af level 0,5 teppagólem, sæktu kistuna.”
“OK” sagði litlasti orkinn glaður í bragði og hoppaði á kisuna sína og reið af stað. Eftir langan reiðtúr kom litlasti orkinn að hreyðri Teppagólemsins, teppagóleminn hoppaði úr holunni sinni og upphófst bardagi sem stóð í margar sekúndur. Að lokum vann Litlasti orkinn hræðilega skrímslið og safnaði saman gullinu en hvað sá hann, á Jörðinni lá “Gauntlet of Destruction +67.” Litlasti orkinn reyndi að setja hanskann á sig en hann var of stór þannig að hann ákvað að hoppa ofan í hann og síðan hoppaði hann á kisuna sína og reið aftur í þorpið. Þegar að hann var kominn í þorpið voru mennirnir búnir að vinna alla orkana nema her andalæknisins, litlasti orkinn hoppaði af baki en vegna þess að hann sá ekkert hljóp hann bara í hringi. Andalæknirinn hafði aldrei séð hanska með lappir áður, en þar sem að hann var að tapa bardaganum greip hann í lappirnar og fleygði hanskanum í herforingja mannana sem bráðnaði niður í poll um leið og hann fékk hanskann í andlitið. Stuttu eftir gáfust mennirnir upp og hanskanum var fagnað.
Litlasta orkinum var alveg sama að því að hann mundi ekki neitt vegna höfuðáverkja.