Hæ öll!
Ég hef verið að velta fyrir hvernig smásögurnar hérna eru gagnrýndar. Oftast sér maður pósta eins og ..vá, maður, haltu áfram að skrifa….æðislegt en vanda stafstningu….
Sú spurning sem brennur mér á brjósti er hvort að lesendur smásagna taka ekki eftir fleiri atriðum en þessum tveimur. Hvað með persónusköpum, myndrænarlýsingar, frásaganarstíl osfrv.? Vel flestir sem koma hingað skrifa smásögur og gera sér í stórum dráttum grein fyrir þessum hugtökum.
Ég er þeirrar skoðunnar að við ættum sem oftast að reyna að hafa gagnrýni okkar uppbyggjandi og jafnframt svolítið fræðilega. Ekki vera að jagast út af nokkrum stafsetningarvillum(nema þær séu bara of margar og klaufalegar), heldur reyna að einblína eftir stíl, orðafari og öllu hinu sem skiptir máli. Td. kemst sagan nógu vel til skila? Saga getur verið góð, en perónur og myndrænar lýsingar ekkert sérstakar.
Hvernig finnst ykkur að gagnrýna eigi sögur?