Kraftaverkið!
Krílið var nýfætt. Þetta var stelpa,lítil og krumpuð á hörund,röddin var svo smá og titrandi þangað til barnið var sett á magann á mömmu sinni, nýbúið að baða hana og hún nýbúin að öskra af fullum sálarkröftum. Hún leit á móður sína og virti hana þögul fyrir sér. Mamman grét af hamingju, loksins fékk hún að sjá litla kraftaverkið sitt og mannsins sem hún elskaði, eftir heila 9 mánuði í meðgöngu. Mamman brosti lengi í gegnum tárin. Þetta var hennar fyrsta barn…þetta var stór hluti af henni sjálfri.