Barn næturinnar
Ég tek heyrnartólin úr eyrunum þegar ég heyrði kunnuglegt tíst. Þessi ganga heim tók styttri tíma en ég bjóst við. Meira söng en tíst. Fuglarnir voru að vakna. Þeir sofa víst með borginni á nóttunni, annað en ég. Ég er barn næturinnar. Það er það sem ég segi mér á meðan ég opna síðasta bjórinn sem ég tók með mér. Ég hlusta á sönginn fjarlægjast. Þeir hafa staði til að vera á, fugla til að hitta. Ekki ég… Ég er barn næturinnar…