Það skiptir svo sem ekki máli. Það sem máli skiptir er að nú er ég fastur í smálandi í stríði við þessa bölvuðu villimenn til að vernda mál og menningu sem ég kæri mig ekkert um. Þetta er nú ekkert svo áhættusamt stríð, sérstaklega þar sem ég fékk að vera leyniskytta vegna reynslu minnar við minkaveiðar. Ég kem mér fyrir, miða yfir skotgrafirnar og æpi af öllum sálarkröftum. ,,Sven!‘‘ Þrír hausar skjótast upp úr skotgröfinni og næ ég að hæfa einn þeirra. Svona hefur þessi vitleysa gengið síðan stríðið byrjaði.
Snemma í stríðinu hertókum við gautaborg og eyddum þrem dögum í að merkja allar ,,öl‘‘ merkingar með hinu danska øl. Það má vera að við hertókum sænska borg, en við verjum þó danska. Búið er að skella danska systemovatið, sem hefur þó á sama tíma verið lagt niður og áfengið fært niður í smásölu. ,,Systebølåget‘‘ stendur nú skýrum stöfum á háu skilti, sem allir Svíar í smálandi geta lesið, til háðungar sænska Systembolaget.
Í seinustu nótt reyndu Svíarnir að ná borginni aftur, það var þó martröð sem ég gleymi seint. Ég var að mála ° yfir nokkur velvalinn a, þegar ég varð var við skelfilega lykt. Ég greip um vit mín og leit í kringum mig. Lars horfði skelfur á mig er hann skellti á sig gasgrímunni, sem ég hafði ekki haft rænu á að geyma. Surströmmingsdollur lágu um víð og dreif um bæinn, og virtust Svíarnir varpa fleirum. Þeir hófu svo skyndiáhlaup úr austri með brugðna byssustingi, og æptu sín villimannslegu sænsku heróp. Ég rétt náði að opna nestisboxið mitt sem innihélt hákarl sendan að heiman til að bægja fnyknum frá sænsku efnavopnunum og tókst á sama hátt að stökkva Svíunum á flótta, meðan ég smellti eigin byssusting á og hljóp þá uppi bölvandi sænska módelinu.
Sænska módelið er auðvitað hin svokallaða Malmö-mella sem dúndrar áróðri á sænsku á okkur nótt og dag. Það hefði svo sem getað verið verra, en við skiljum ekki bofs í henni. Nú legg ég frá mér dagbókina og bý mig undir að standa vakt með Lars, sem er að útbúa byssuna sína. ,,Lars‘‘ heyrist kallað í fjarska. ,,Vej‘‘ segir Lars og lítur upp. ,,NEJ!‘‘ náði ég að æpa en of seint, sænsk leyniskytta hafði fellt Lars á mínu eigin bragði.
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.