Það er eitthvað svo viðeigandi við að hlusta á Bach á þessari stundu, ég er umkringdur vonlausum sálum sem horfa tómum augum fram á við.
Stjórinn þrumar ef förunautanir brjóta á nokkurn hátt þær reglur sem koma frá gráu, myrku og sálarlausu leiðtogum sínum.
Umhverfið er grátt, vindurinn dynur á gluggana. Vagninn hristist til, maðurinn virðist vera í einhverjum ótrúlegum asa að koma okkur á áfangastað, ef einstaklingur af erlendum uppruna spyr einfaldrar spurningu vð innganginn er honum skipað að hundskast inn eða bíða eftir næsta vagn. Svo tekur vagninn af stað aftur.
Vinur minn stígur inn og lítur í kringum sig. Hann sér mig og brýtur sér leið í gegnum múginn, hann heilsar mér daufleg þar sem hann veit hvað er í uppsiglingu. Hann sest niður mér við hlið og við sitjum að mestu leyti í algjöri þögn.
Við nálgumst áfangastað, það styttist í þetta. Ég er of seinn. Ég finn myrkrið yfirtaka mig. Fuck.
Ég er of seinn í spænsku.
(http://smasogursiv.wordpress.com/)