Sjáum hvert þetta leiðir, og reynið að beygja þessa sögu eins mikið og þið getið, án þess þó að gera hana að eimnhverju bölvuðu rugli.
—
Tumi, ungur drengur með sítt hár og óöruggur um pokann inn á jakkanum, óð áfram í gegnum snjóinn. Hann setti reglulega hönd á brjóst og fitlaði ögn við pokann til þess að fullvissa sig um tilvist hans. Tumi rifjaði upp lag sem hann hafði heyrt nýlega og reyndi að raula það til þess að taka huga hans af pokanum. Hann var kominn hálfa leið inn í fyrsta erindið þegar lítill maður skaust fyrir hann og æddi í burtu tautandi eitthvað.