Didda var flutt í stórt hús í nýju hverfi. Það höfðu heyrst þær Gróusögur að bækur gætu talað, en þessu trúði enginn núlifandi maður. Nokkrir dagar liðu og fjölskylda Diddu, líka Didda sjálf, heyrðu raddir innan um bókahillurnar. Hillurnar voru fullar af bókum, sem ekki höfðu náðst úr hillunum vegna þess hvað þær voru þéttar saman og fylltu út í rýmið. Didda var alein heima einn daginn og var forvitin þegar hún heyrði raddir innan um hillurnar. Hún ákvað að reyna að rembast við að taka einhverja bók úr hillunni og getið hvað!!! Rödd sagði:“Aðeins lestrarhestar geta náð bókum úr hillum þessum, og þú, Didda mín ert lestrarhestur. Njóttu lesturs þessara bóka fyrir lífstíð og þú munt vera frelsuð. Aðeins þínir ófróðu foreldrar og systkini munu heyra þessar raddir”. Didda hélt á rykugri blárri dagbók. Þegar hún blés af dagbókinni blöstu við gylltir,skínandi stafir:“Dagbókin Þín”. Didda fór uppí herbergi og leit inn í bókina en blaðsíðurnar voru auðar…þangað til Didda fór að hugsa um það sem hún gerði þennan sama dag í skólanum, venjulegan skóladag, þá birtust hugsanir hennar í dagbókina. Framvegis þurfti hún ekki að nota penna í þessa dagbók, því letrið birtist-letrið las hugsanir Diddu. Þetta voru töfrar!
ENDIR