HVERNIG MAÐUR FER AÐ ÞVÍ AÐ YFIRGEFA JÖRÐINA
e. Douglas Adams - þýðandi Arnar Óskarsson
1. Hringdu í NASA. Númerið hjá þeim er (713) 483-3111. Útskýrðu fyrir þeim að það sé mjög mikilvægt að þú komist burt við fyrsta tækifæri.
2. Ef þeir hjá NASA eru ósamvinnuþýðir, hringdu þá í einhvern vin þinn í Hvíta Húsinu, sími (202) 456-1414 og biddu hann að leggja inn gott orð fyrir þig hjá NASA.
3. Ef þú átt enga vini í Hvíta Húsinu, hringdu þá í Kreml. Síminn þar er 0107-095-295-9051. Þeir eiga heldur enga vini í Hvíta Húsinu, en gætu haft áhrif, svo það sakar ekki að reyna.
4. Ef þetta klikkar líka, hringdu þá í Vatíkanið í síma 011-396-6982 og biddu Páfann um leiðbeiningar.
5. Ef ekkert gengur enn, húkkaðu þér þá far með næsta FFH (Fljúgandi Furðu Hlut) og segðu að það sé mjög áríðandi að þú komist burt áður en símareikningurinn kemur.