Dýrfinna var nýútskrifuð sem náttúrulæknir. Nú átti hún að koma fram í sjónvarpinu í fyrsta skiptið á ævinni og var mjög spennt, hún gat ekki beðið. Hún ákvað að nota efnafræðikunnáttu sína og vera með svona sýnikennslu, klæðast hvítum einkennissloppi.

Mamma hennar var stolt af dóttur sinni og var tilbúin með merkta spólu: Dóttir mín, sjónvarpsstjarnan.

Dagarnir liðu og Dýrfinna var komin með sniðugar uppskriftir, hún var með 10 í einkunn í efnafræði en ekki eins gott í verklega þættinum, því hún gat farið á mis við ýmislegt þar. Kennarinn hennar hvatti hana og bað hana að vera varkár í verklega þættinum. Hann fékk að sjá uppskriftirnar og leist vel á þær.

Nú kom að því, og leyfum nú henni Dýrfinnu okkar að taka við:

Komiði öll margblessuð og sæl. Dýrfinna Sigurvinsdóttir heiti ég og ætla að kenna ykkur hvað náttúran hefur uppá að bjóða. Við megum ekki vanmeta náttúruna okkar sem er af Guði gerð eins og við sjálf og náttúrunni er ætlað að þjóna okkur og öfugt. Í fysru ætla ég að sýna ykkur hvernig maður losar um æðaflækjur á handlegg. Þið sjáið að hér er ég með æðaflækju á vinstri handlegg, hún nær hérna alveg upp að viðbeini. Þetta er ekki falleg sjón og þetta vil ég losna við. Til þess tek ég þennan græna jurtasafa, búinn til úr bræddu bláberjalyngi og brúnni trjákvoðu. Trjákvoðan gerir það að verkum að hún er klístruð og er sama og bindiefni til að halda flækjunni á meðan ég finn réttan spotta sem hefur búið til flækjuna…ef ekki trjákvoða, þá erum við að binda fleiri hnúta á æðina og við getum fengið kast og froðufellt.

Áður en þið þrífið jurtasafann af, þá vil ég benda ykkur á að taka nýslegið gras, helst undir tré í barrskóginum og stráið því þétt yfir, þannig finnið þið stærsta hnútinn í flækjunni. Bíðum smástund, það fylgir þessu örlítill stingur, en það þýðir að hnúturinn er að verða að lauslegri slaufu og alveg að losna.

Jæja, nú er þetta orðið að slaufu og þið getið losað þetta eins og þið séuð að leysa slaufu á reimaskóm hahaha! reynið þetta heima en ekki í augsýn barna, bindið fyrir augun á börnunum ef þau eru með flækjuna, hefjið svo aðgerðina. Gangi ykkur vel.

Uppskrift númer tvö: Hvernig losnum við við kónganef? Já, það er nú spurning! Stillið lítilli reglustiku niður efit nefinu og mælið hve langt þið viljið að það teygi úr sér. Hitið reglustikuna með eldi (athugið að reglustikan á að vera úr járni), hitið mest þarsem nefið er bólgnara, bólgan á að hjaðna. Drepið kónguló og slítið af henni lappirnar, notið vítamínríkan búinn á henni og kreistið yfir bólguna, heit bólgan sýgur í sig orku og linast og nefið er orðið slétt og fínt. EN!!! Brennt barn forðast eldinn, leyfið ekki börnunum að leika sér að eldinum, ef það er með kónganef, so be it!!! kennið barninu aðferðina þegar það verður eldra. Takk fyrir og sjáumst vnandi seinna.