Eina nóttina áttaði hann sig á því afhverju hann var ekki lengur að skrifa. Líf hans undanfarna mánuði hafði verið lyginni líkast. Undanfarin ár. Og hann skildi; það er akkúrat engin munur á smásögunum mínum og raunveruleikanum. Og þaðan var ekki aftur snúið.

Há björg.
Ókunnug kona.
Spænsk eggjakakka.
Hvítur jakki og hvít vesti.
Sveppatripp.
Nýjir og nýjir sófar til að vakna á.
Klamidía.
Ritgerðin sem aldrei varð.
Flugmiðar til New York án þess að hafa efni á hóteli.
Limósía.
Diplómatinn.
Kína.
Fullt af gossip girl þáttum.
Búin með allan peningin.
smá gras.
Afmælisveisla.
Yfirvaraskegg.
Karlsvagninn.
Nakinn karlmaður.

Og skyndilega fannst honum hann bara verða að skrifa aftur. Til þess að finna fáranleikanum einhvern stað. Til þess að fría sig frá honum. Einhverstaðar þar sem frískt loft þýddi að opna kjallaragluggann.