Fyrst fólk tók svona vel í fyrri söguna mína datt mér í hug að setja inn aðra.
Hún er reyndar allt öðruvísi en smásaga er hún samt.
Þér er kalt.
Ég sé það á bláum vörum þínum sem alltaf eru svo rauðar.
Húð þín geislar í björtu tunglsljósinu og ég finn ennþá lyktina af Naomi Cambell ilmvatninu sem þú notar.
Þú starir á mig þar sem ég stend uppréttur fyrir ofan þig.
Ég sé hvað þú þráir mig.
Ég leggst hjá þér í raka moldina til að hlýja þér. Ég held í kalda hönd þína og á kyssi á þér fingurna. Ég strýk grönn læri þín og færi þig úr fötunum.
Þú liggur þarna, varnarlaus og köld.
Ég faðma þig í síðasta sinn.
Við störum upp í tungsljósið í stutta stund en segjum ekki neitt.
Þess þarf ekki.
Það er búið að segja allt. Með illum og særandi orðum sagðiru allt sem þurfti að segja. En ég elska þig samt, trúðu mér.
Engin önnur kona hefur nokkurn tíman átt hjarta mitt eins og þú. Engin önnur kona hefur elskað mig eins og þú gerðir. Engin önnur kona hefur kramið í mér hjartað á eins villimannslegan hátt og þú gerðir.
Ég græt.
Ég öskra.
Nafn þitt.
Þú gerir ekkert, þú starir bara áfram á tunglið. Það starir til baka og glæðir augu þín lífi á ný.
Ég stend upp og þurrka burt tárin.
Ég tók upp skófluna og lem henni þrisvar í andlit þitt, fjórum sinnum, fimm sinnum, sex sinnum.
,,Ég hata þig.’’
Ég kyssi þig á blóðugan munninn, eða það sem ég held að sé munnur þinn.
Ég sé ekki lengur þitt fallega andlit, heldur bara einhverja blóðuga klessu.
Svo held ég áfram að grafa.