Didda var í vatnslitamálun í skólanum og ætlaði aldrei að ná þessari erfiðu vatnslitatækni. Hún var orðin pirruð og andlaus og þreytt á þessu. Sem betur fer var föstudagur og skólinn búinn kl. 12 í hádeginu. Kennarinn kom ekki lengi þennan dag til að skoða hjá henni þannig að hún hvíldi sig og stalst til þess að skrifa í skóladagbókina:
Kæra dagbók,
oh, ég er orðin svo þreytt á þessum vatnslitaáfanga og kennarinn er að gefast upp af mér því honum finnst ég ekki koma með nógu sterka liti og það myndast sprungur í vatnslitina hjá mér. Hvernig á ég að fara að þessu? Ég hef gert margar misheppnaðar myndir og margar tilraunir en hann er með fullkomnunaráráttu kennarinn og heldur að allir geti þetta. Jæja, flestir geta þetta svosem, en ég er svo vön olíulitunum! Ég verða að vera hér fram á margar nætur ef ég á að ná þessu. Hvaða einkunn ætli hann gefi mér???
Kennarinn kom fram og hún skellti bókinni og setti hana tafarlaust ofan í skólatöskuna. Hann kom að henni og sagði:“Fínt hjá þér Didda mín, þú ert búin að ná þessu. Enginn verður óbarinn biskup hehe”
Didda varð mjög fegin, dagurinn í skólanum var á enda og hún hvíldi sig þvílík ósköp þegar hún kom heim
ENDIR