Anna: Æi, mamma sjáðu hárið á mér það er allt svo úfið eitthvað. Ég verð að reyna að slétta það með sléttujárninu hennar Gunnu.
Mamma:“ sléttujárnið er í skápnum. Sléttu það sjálf, því ég er upptekin núna.
Anna:”oh, ég nenni ekki að vera að gera mig fína, ég hef hárið bara svona
Mamma:"vertu ekki svona neikvæð Anna. Þetta er ekkert mál. Afmælið fer að byrja. Það er hárgel í efstu hillunni, það getur verið gott að nota það líka.
Anna:Oh, okey. Ég þarf að finna klemmur til að festa lokka upp sem ég enda við að slétta.
eftir smástund kemur mamma hennar inn á baðherbergið og sér að enn eru liðaðir lokkar í hárinu þegar Anna heldur að nú sé komið nóg og hún sé orðin þreytt í höndunum.
mamma: ætli ég verði ekki að hjálpa þér með þetta. Alltaf sama sagan með þig Anna. Þú ert orðin dama og verður að gera þig fína reglulega svo þú gangir einhverntímann út- svona ung og falleg stúlka eins og þú ert.
Anna: Ég hef ekki alltaf tíma til þess. Þarf ég að vakna kl 6 á mornana og gera þetta daglega? Ég er bara ekki þannig týpa, ég er ekkert pen með mig.
mamma: þú ert alveg eins og fólkið í föðurætt. Nennir ekki neinu, lætur sig bara hafa það að vera svona og svona. Það er ekkert verið að hafa fyrir hlutunum.
Anna: Já, sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Ég er líka skyld pabba mínum og er stolt af því
ENDIR