klassísk hagfræði saga..
Maður gengur inn í þorp. Hann fer á hótelið og pantar gistingu í tvær nætur fyrir 100 dollara á nótt. Hann borgar fyrir seinni nóttina fyrirfram. Hóteleigandinn tekur 200 dollarana og setur 100$ í kassann og hina 100$ í skúffu.
Kaupmaðurinn í þorpinu kemur nú til hóteleigandans og innheimtir skuld upp á 100$. Hóteleigandinn tekur þá uppúr skúffunni og réttir honum. Kaupmaðurinn fer þá til bakarans og borgar honum 100$ sem hann skuldar honum. Bakarinn fer til smiðsins og borgar honum fyrir nýju innréttingarnar 100$ eins og hann lofaði. Smiðurinn fer þá til vélvirkjans sem hann skuldar 100$ og lætur hann hafa þá. Vélvirkjinn fer til múrarans og borgar honum 100$ sem hann skuldar honum. Múrarinn fer og borgar vændiskonunni 100$ fyrir síðasta giggið. Vændiskonan borgar þá pimpinum sínum 100$ sem hún skuldar honum. Pimpinn fer á barinn og borgar bareigandanum 100$ sem hann skuldar fyrir drykki. Bareigandinn fer loks til hóteleigandans og borgar honum 100$ sem hann skuldar honum fyrir nótt með vændiskonunni.
Hóteleigandinn setur 100 dollarana aftur ofan í skúffu. Strax næsta morgun kemur gesturinn og segist ekki ætla að gista aðra nótt á þessu skítuga hóteli og vill fá hundrað dollarana aftur sem hann borgaði fyrir seinni nóttina. Hóteleigandinn tekur þá uppúr skúffunni og réttir honum þá.
Allir í þorpinu eru nú skuldlausir.