Hvernig væri nú að deila einhverjum góðum draugasögum? tja ég ætla allavega að þýða þessa sögu yfir á íslensku sem creepaði mig virkilega out.



Maður gekk inná hótel og ætlaði að skrá sig í herbergi yfir nokkrar nætur, þegar hann var að tala við afgreiðslustúlkuna þá minntist hún á það að það væri læst herbergi á ganginum í leiðinni að herberginu hans sem hann mætti alls ekki líta inní undir hvaða kringumstæðum! Maðurinn fylgdi ráðum stúlkunnar fyrstu nóttina og fór beint í herbergið sitt að sofa.

Forvitnin var að drepa manninn allan næsta dag og um kvöldið réð hann ekki við sig lengur, hann gekk að herberginu og leit í gegnum skráargatið, inni í herberginu var föl kona sem stóð stjörf með bakið í manninn starandi á vegginn í herberginu, maðurinn freistaðist til að banka á hurðina en hætti við og fór ringlaður aftur í herbergið sitt að sofa.

Daginn eftir gekk hann aftur að hurðinni og leit í gegnum gatið, hann sá ekki neitt nema bara rautt, hann hugsaði sig um og komst að þeirri niðurstöðu að fólkið í herberginu hafi sett eitthvað rautt í skráargatið til að enginn geti njósnað um það.

Hann ákvað þá að fara til stúlkunnar við þjónustuborðið og biðja hana um meiri upplýsingar um þetta, hún andvarpaði og spurði: leistu í gegnum skráargatið? Maðurinn játaði og hún sagði þá: æi ætli ég verði þá ekki bara að segja þér söguna, fyrir langalöngu þá myrti maður konuna sína í herberginu, og draugur hennar ásækir það. En þetta fólk var ekki eðlilegt, það var mjög fölt á hörund og augun í þeim voru rauð.
I do not agree with what you have to say, but I'll defend to the death your right to say it. - Voltaire