Nú hafði ég skrifað og skrifað og ritað og ritað og skapað og skapað og svo framvegis í margar, margar mínútur. Úr var orðin hin fínasta smásaga, þó ég segi sjálfur frá. Því hakaði ég í staðfestingarreitinn enda um eigið verk að ræða og smellti á “áfram”. En viti menn - AÐEINS INNSKRÁÐIR NOTENDUR GETA FRAMKVÆMT ÞESSA AÐGERÐ! Vegna mínútufjöldans sem í þetta fór hafði ég þá útskráðst án nokkurrar tilkynningar þess efnis. Smásagan sem hafði skapast á þessum mínútum hvarf því út í veður og vind og er sem aldrei hefði til orðið.
Því segi ég: SVEKKJANDI!
Og þá er ekki úr vegi að einhver spyrji sig: Svekkjandi fyrir hvern? Einhver hefði haldið að þetta sé svekkjandi fyrir mig. En nei. Auðvitað er þetta svekkjandi fyrir ykkur hin. Ég veit alveg hvernig þessi saga var og ég get hugsað til hennar og hlegið að henni og nýtt mér boðskapinn. Þið hin missið hins vegar af þessu öllu. Því er þessu uppákoma afskaplega svekkjandi fyrir ykkur, kæra fólk. En svona er lífið. Leiðinlegt.
Yfir og út.