Kvöld eitt fóru tveir ungir Englendingar, Tómas og Jón, í gönguferð eftir vegi uppi í sveit. Skyndilega sá Tómas eitthvað, sem lá á veginum. Það var budda, og í henni voru miklisr peningar. “Hvílík heppni fyrir okkur,” hrópaði Jón, en Tómas sagði
kuldalega: “Nei, vinur minn. Ekki fyrir okkur, heldur fyrir mig, skilurðu.” Hann stakk buddunni í vasann, Jón sagði ekki neitt.
Nálægt stórum skógi hittu þeir skömmu síðar nokkra menn, sem Tómas kannaðist við. Hann varð mjög hræddur og sagði við vin sinn: “Þessir menn eru þjófar, nú erum við glataðir.” “Ekki við, heldur þú, skilurðu,” hrópaði Jón og hljóp inn í skóginn eins og fætur toguðu.
Tómas varð svo hræddur, að hann gat ekki hlaupið brott. Hann óttaðist, að þjófarnir mundu drepa hann. Þó gerðu þeir það ekki, en einn af þeim hrópaði: “Upp með hendurnar,” og Tómas varð að hlýða. Síðan tóku þeir budduna og fóru leiðar sinnar, um leið og þeir hlógu að Tómasi.

Njótið vel..
Kv.
bone