Jæja! Þá er síðasti hlutinn kominn inn á, takk fyrir allar athugasemdirnar þið fimm (eða kannski örlítið fleiri eða færri?) sem lásuð þetta 'xÞ . Þetta var samtals nákvæmlega 62 blaðsíður, það er ekki ólíklegt að þriðja sagan komi ef fólk hefur áhuga.
Vona að þið séuð ánægð með endinn!
–
Valbrá öskraði upp fyrir sig af gleði í símann.
,,Já!’’ gargar hún spennt ,,bíddu, ég ætla að spurja Kobba’’
Hún gengur inn í stofuna en snúran á símanum leyfir henni ekki að ganga lengra en eitt skref.
,,Kobbi!’’ hrópar hún og hann birtist í stofunni.
,,Hvað?’’
,,Má ég vera hjá Krumma á jólunum?’’ spyr hún og setur upp englabros. Hann stenst ekki mátið og brosir á móti.
,,Að sjálfsögðu máttu það. En ertu viss um að þú viljir ekki vera hérna á jólunum?’’
,,Handviss! Hef aldrei verið jafn viss!’’
Hún leggur tólið aftur að eyrunum.
,,Ég má það!’’ skrækir hún og Kobbi gengur brosandi út úr stofunni og aftur inn í eldhús.
,,Þú verður samt hér yfir áramótin!’’ kallar hann og hún kallar eitthvað á móti til samþykkis.
Þegar hún hafði kvatt Krumma leggur hún á og fer í úlpu og skó. Svo vefur hún þykkum trefli utan um hálsinn og gengur inn í hesthús.
,,Smellur! Komdu!’’
Hann töltir rólega til hennar og hún sest berbakt á hann og stýrir honum svo út í snjóinn.
Hún réttir Krumma smáan pakka áður en hún stígur inn í húsið.
Hann grípur í upphandlegginn á henni.
,,Gleðileg jól, Valbrá‘‘ segir hann og brosir.
Hún brosir á móti.
,,Gleðileg jól‘‘
Svo leiðast þau inn í stofuna. Hún virkar örlítið tómleg, enda vantar bæði Týru og litlu systur Krumma. Vala situr í háum hægindastól og er óvenju glaðleg. Hringur situr við hlið hennar og brosir til þeirra þegar þau ganga inn.
,,Sæl‘‘ segir hann, hún kinkar kolli.
,,Blessaður‘‘
Þau standa hálfvandræðaleg í dyragættinni í nokkrar sekúndur. Ennþá með fingurna krækta saman og virðast ekki ætla að sleppa á næstunni.
,,Viltu koma upp í herbergi?‘‘ hvíslar hann.
Hún kinkar kolli og veifar Hring og hinum áður en hún hverfur upp tröppurnar. Hann sleppir hönd hennar ekki einu sinni þegar hann opnar hurðina. Herbergið er hreint, sem var frekar óvenjulegt og rúmið vandlega umbúið.
Hún tekur enn fastar um lófa hans þegar hann lokar hurðinni.
Hann faðmar hana fast.
,,Hvernig hefur þér liðið undanfarið?‘‘ spurði hann.
,,Sæmilega, ég hef samt verið ofsalega einmanna‘‘ hún dæsti.
Krummi brosir og slítur sig treglega frá henni.
,,Það hefur dálítið breyst síðan síðustu jól‘‘ sagði hann hljóðlega og opnaði fataskápinn sinn.
Hún yppir öxlum, veit ekki hvað hún á að segja.
,,Mamma vildi lána þér kjól, þú veist hvernig hún er‘‘ hann tekur stuttan kjól úr skápnum og sýnir henni. Hún sýpur hveljur.
,,Vá, hvað hann er fallegur‘‘
Kjóllinn var dökkur, rósrauður og þröngur í mittið en varð víðari smám saman frá mittinu og náði niður að miðju lærinu. Hlírarnar voru svartar og neðst á kjólnum voru gylltar blúndur.
,,Viltu ekki fara í hann? Það eru bara tveir tímar í að kirkjan fari að hringja inn jólin svo ég hugsa að það sé allt í lagi‘‘ hann tekur kjólinn af herðartrénu og réttir Valbrá.
,,Jú‘‘ hún gýtur augunum snögglega á hann áður en hún fer úr peysunni og buxunum og í kjólinn. Hún uppgötvaði undarlega staðreynd þegar hún klæddi sig í kjólinn; hún hafði afklæðst fyrir framan alla nánustu vini sína.
,,Æði‘‘ sagði hún upphátt, kaldhæðnislegri röddu. Hann lyfti annari augabrúninni.
,,Ég er sammála þér, þessi kjóll er æði‘‘ sagði hann og hló.
Valbrá brosti. Brosið var innilegt og náði alveg til augnanna.
,,Á mamma þín kannski sokkabuxur?‘‘ spyr hún og hreyfir berar tærnar.
Hann virtist verða fyrir vonbrigðum, átti ekki von á svona hversdagslegri umræðu.
,,Jú, örugglega – bíddu aðeins‘‘
Svo hverfur hann fram og hún hendir sér aftur á bak í dúnmjúkt rúmið. Bros kitlar varir hennar og augun lygnast aftur í undarlegu gleðikasti. Ljóst hárið er út um allt á sængurverinu og snertir lauslega á henni berar og grannar axlirnar.
Hún er rifin upp úr rólegheitunum þegar Krummi kallar nafn hennar frá neðri hæðinni. Hún opnar rólega augun og gengur berfætt fram á ganginn og niður marmaratröppurnar. Vala stendur neðst í þeim með Krumma og horfir dreymin á hana.
,,Ég vissi að hann mundi fara þér vel‘‘ segir hún.
,,Takk?‘‘ segir Valbrá hikandi og grípur í handriðið rétt áður en hún stígur niður seinustu tröppurnar.
,,Að sjálfsögðu‘‘ segir Krummi og brosir.
,,Ég var að spá hvort þú vildir ekki bara vera berleggjuð og í fallegum skóm, því að ég á engar sokkabuxur sem fara við kjólinn‘‘ segir Vala og hljómar eins og jafnaldra Valbráar.
,,Ekkert mál‘‘
,,Frábært‘‘ Vala brosir snöggt og fer svo inn í stofuna til hinna.
,,Heyrðu, Valbrá‘‘ Krummi snýr sér að henni.
,,Já?‘‘
,,Ég þarf aðeins að tala við þig, eina. Viltu koma með mér upp aftur?‘‘
Þau ganga hægt upp tröppurnar og krækja fingurna saman aftur. Hann tekur hana í fangið þegar hann kemur inn í herbergið og kyssir hana á munninn.
Valbrá hafði aldrei á ævinni verið eins hamingjusöm.