Áts, ég virðist vera á góðri leið með að hertaka þennan dálk. Er enginn þarna úti sem finnst gaman að skrifa sögur sem eru þó ekki alveg nógu frábærar til að komast í grein? x)
Tek það fram að þetta er ekki sönn saga ;D
..
Ég held að ég hafi verið tólf ára þegar ég byrjaði á sjálfsævisögunni minni.
Ég lauk við hana þegar ég var sextán og ákvað að gera framhald ef eitthver mundi vilja gefa hana út. Til að sjá viðbrögðin birti ég hana á netinu og fékk frábær viðbrögð, allir hvöttu mig til að gefa hana út og ég var bara að fínpússa hana og fara yfir hana í rólegheitunum þegar eitthvað hræðilegt gerðist.
Eitthver stal bókinni af netinu og gaf hana út sjálfur sem skáldsögu. Ég kærði manneskjuna en tapaði málinu. Fólk fyrirleit mig og kallaði mig lygara, skildi ekki hvernig nokkrum datt í hug að reyna að stela bók sem hafði varla hafið feril sinn.
Svo ég varð bara að sitja og horfa á bókina mína verða að metsölubók.
Smám saman fóru útgefendur erlendis að hafa áhuga á henni og það var búið að gefa hana út í tólf löndum þegar ég varð tvítug. Konan sem sagðist vera höfundurinn var orðin þokkalega rík á þessu og aftur reyndi ég að kæra hana.
Í þetta skiptið leitaði ég í örvæntingu að sönnunargögnum. Fékk ættingjana mína til að staðfesta hitt og þetta sem gerðist í ævi minni sem kom fram í bókinni og sýndi þeim skjalið sem ég hafði í tölvunni. Það gekk illa. Engin dagsetning var á skjalinu og allir héldu því fram að ættingjar studdu alltaf ættingja sína og enn og aftur tapaði ég málinu og var beðin um að borga falshöfundinum skaðabætur en það hafði orðið að brjóta upp hurðina hennar til að kíkja í tölvuna því hún var ekki heima.
Fjölskyldan mín trúði ekki lengur að ég hafi skrifað þessa sögu.
Ég var ein.
Þar til ég fékk óvænta heimsókn. Það var frá konunni sem sagðist vera höfundur bókarinnar minnar. Hún byrjaði á því að blaðra eitthvað um að hafa fylgst með mér í blöðunum og að það hafi komið sér á óvart hversu þrjósk ég var.
Loks þagði hún í smástund og starði út um gluggann.
Svo leit hún á mig.
,,Skrifaðir þú í alvöru bókina?‘‘ spurði hún.
,,Já‘‘ sagði ég. Ég var komin með hundleið á því að reyna að sanna það en fór samt inn í herbergi og sótti blöðin með glósunum að bókinni. Hún skoðaði þær heillengi og dæsti svo hátt.
,,Þú skrifaðir í alvöru bókina‘‘ sagði hún og lagði frá sér fyrsta blaðið sem ég hafði glósað á. Þegar ég var tólf ára gömul og hafði ekki grunað hvað þetta ætti eftir að gera mér í framtíðinni.
,,Já‘‘ ég andvarpaði og safnaði saman blöðunum og setti þau aftur í möppuna.
,,Geturðu skrifað framhald?‘‘ spurði hún.
Ef augnaráð gætu drepið…
,,Þetta er raunveruleg ævisaga mín! Ég hef eytt síðastliðnum árum mínum í að reyna að fá fólk til að trúa því að ég hafi skrifað þessa bók en það hefur enginn trúað mér! Á ég að skrifa um það?‘‘ ég stóð upp og kastaði möppunni pirruð inn í hillu.
,,Já‘‘ sagði konan.
,,Nei, veistu, ég er komin með hundleið á því að láta þig nota mig. Skrifaðu hana bara sjálf, litla falska…‘‘ ég lét mér nægja að enda þarna. Benti henni að fara út.
Hún stóð upp og klæddi sig í rólegheitunum í kápuna.
Daginn eftir var ég forsíðufréttin í öllum blöðum. Í mörgum löndum.
Hún hafði fórnað mannorði sínu og viðurkennt að hafa ekki skrifað bókina. Fólk reiddist ólýsanlega mikið og afsökunarbréf hentust inn um lúguna hjá mér í hrönnum. Konan var látin borga háar upphæðir í skaðabætur og öllum bókum merktum henni var eytt og mitt nafn var sett í staðin.
Það sem ég hafði verið að stefna að í tuttugu ár var loksins orðið að veruleika.
Ég hafði fengið það sem ég vildi og ætti þessvegna að vera sátt. Ég var það líka. Ég keypti mér nýtt hús og byrjaði þar með á framhaldinu á ævisögu minni.