,,En, þetta er fólk’’ hann potar varlega með fætinum í kvenkyns vampýru sem liggur dáin á jörðinni með hendurnar krepptar utan um smávaxna stelpu.
,,Fólk? Nei, karlinn minn, þetta eru miskunnarlausir morðingjar’’ Þór tekur stelpuna úr fanginu á konunni og leggur hana á öxlina og ber hana út úr skóginum.
,,Er þetta ekki mamma Gríms?’’ Kobbi tekur undir axlirnar á konunni og Þór tekur um lappirnar og þeir leggja hana svo við hlið litlu stelpunnar.
,,Ég trúi ekki að svona lítil stelpa geti drepið nokkurn mann. Hvernig gátu þau drepið hana eiginlega? Ég trúi ekki að þetta sé löglegt!’’
,,Mig grunar að fólk yrði ansi reitt ef það frétti af þessu. Fæstir vita að vampýrur séu raunverulega til. En ef þú mundir kæra hópinn fyrir morð þá fengir þú líka að finna fyrir því, þú skrifaðir undir samninginn’’
,,Ég vissi ekki að þetta væri fólk!’’ sagði hann örvæntingafullur og hunsar Þór þegar hann endurtekur að vampýrur séu ekki fólk ,,ég hélt að þetta væru svona dýr, eins og í sjónvarpinu. Leðurblökur með ógeðsleg, rauð augu’’
,,Slakaðu bara á, ég hef gert þetta áður’’ hann tekur undir öxl ljóshærðs, þrekins manns.
Það slökknaði á brennunni þrem dögum seinna. Eina ummerkið var stór, svört hola í jörðinni með einstaka gervisilfurarmbandi inn á milli sem hafði þolað hitann. Valbrá gekk um holuna í leit að armabandi Gríms en finnur það hvergi.
,,Það hefur brunnið með’’ sagði hún döpur og fitlar við sitt eigið.
,,Gleymdu honum bara’’ hann tekur utan um hana aftan frá og hún brosir í andartaksgleði yfir að hann hafði komið alla þessa leið, bara fyrir hana.
,,Ég get ekki gleymt þeim, hvað þá honum. Ég get ekki gleymt að þau litu mjög mennskt út, höfðu mennskar tilfinningar’’ hún snýr sér að honum og faðmar hann á móti ,,miklu sterkari tilfinningar en manneskjur samt’’
Hann hlær lágt og kyssir hana á ennið.
,,Komum heim, ég vil ekki vera hérna lengur’’ hún slítur sig frá honum og stígur upp á hestinn sinn. Hann gengur við hlið hestsins heim að bænum.
,,Kobbi!’’ kallar hún og hann birtist í dyrunum. Hún bendir á Krumma ,,þetta er Krummi’’
Hann virðir Krumma lengi fyrir sér áður en hann segir nokkuð.
,,Ef þetta hann fer með þig eins og Grímur á hann eftir að óska þess að hafa aldrei komið hingað. Enginn fær nokkurntíman að fara með þig eins og Grímur gerði. Komdu heim fyrir ellefu’’ bætti hann svo við og brosti.
,,Já…’’ Krummi blæs út kinnarnar og sest á hestinn fyrir aftan Valbrá. Hún veifar frænda sínum glaðlega og hlær rétt áður en hún sparkar í síðu hestsins sem brokkar af stað.
,,Hvert ætlum við?’’ spyr hann hárið hennar sem fýkur sífellt í andlitið á honum.
,,Bara í heimsókn. Mig langar að kaupa smá afmælisgjöf handa Þór, svo getum við farið aðeins á rúntinn og spjallað’’
Hún stansar fyrir utan litla búð.
,,Sápubúð?’’ spyr hann hissa þegar hann eltir hana inn í vellyktandi búðina.
,,Já, þig langar líka kannski að hitta ákveðinn strák’’ sagði hún og brosið hvarf af andlitinu.
Hann lítur á strákinn fyrir aftan afgreiðsluborðið.
,,Snorri, hæ’’ hann gengur til hans.
Snorri horfir bara fúll á hann og tekur í höndina á rauðhæðri stelpu sem stendur við hlið hans.
,,Hæ’’ segir hann og hljómar eins og lítill krakki sem fær ekki eitthvað sem hann vill.
,,Klara’’ segir stelpan smeðjulega og réttir fram höndina. Krummi lítur ekki einu sinni á höndina heldur brosir bara smeðjulega á móti henni.
Valbrá nýtur þess að geta keypt eitthvað án þess að vera sífellt undir kvikindislegum athugasemdum Klöru. Krummi hafði komið eins og engill af himnum og hún óskaði þess að hann þyrfti aldrei að fara.
,,Ég ætla að fá þetta’’ hún leggur lítinn reykelsispakka á borðið og Klara segir verðið án þess einu sinni að líta á verðmiðann. Hún tekur við pening frá Valbrá og dregur Snorra síðan í bakherbergið án þess að kveðja.
,,Jahérna’’ sagði Krummi bara þegar þau voru komin út.
,,Ég veit’’
,,En hann dýrkaði þig’’
,,Ég veit’’
,,Það er bara heimskulegt að gera það ekki’’
Hún flissar.
,,Ég veit’’
Þau brosa og hann faðmar hana fast að sér.
Hann sleppir ekki dyrabjölluhnappnum fyr en hurðin er opnuð af pirraðri konu.
,,Já?’’ spyr hún og verður rólegri á svipin.
,,Tara?’’ maðurinn ýtir á hurðina svo hún opnast betur.
,,Nei, ég heiti Týra…hver ert þú eiginlega?’’
,,Ég er, ef það má komast svo skemmtilega að orði, þín versta martröð’’ hann glottir.
,,Já, akkúrat. Mamma!’’ Týra snýr sér við og kallar inn í húsið.
Hann stingur litlum hníf inn í bakið á henni og ýtir henni svo í dauðakippum út í horn.
Tara birtist í andyrinu ásamt Finn, án þess að sjá Týru.
,,Hrafnar?’’ segir hún hvumsa.
,,Já, blessuð. Það var aðeins auðveldara en ég hélt að fá þig til að halda að ég væri dauður’’
,,Hvar er uppáhalds vampýrusonur minn?’’ spurði hann yfir öxlina á Töru.
Hringur birtist með Völu haldandi á litla barninu.
,,Við erum ekki vampýrur lengur’’ sagði hann ógnandi.
,,Ég var búinn að fatta það, sá það á systur þinni’’
Hann var dálítið stressaður yfir að drepa svona marga án þess að einn komist undan.
,,Hva, þið hafið bara náð að redda einu krakkaviðbjóð áður en ellin skall á? Ekki vampýra hugsa ég. Vissuð þið ekki að öll barnabörn mín mundu hafa mikla hæfileika, vegna eitursins, sem nýtist vel þegar maður er vampýra? Þið eruð öll heimsk!’’
Hann kreistir hálsinn á bróður sínum og fyrrverandi konu þar til þau falla máttvana í gólfið. Hrafnar hlær að heimsku dökkhærðu konunnar sem hleypur burt í tilraun til að bjarga barninu.
,,Hvað heitir hún?’’ spyr hann Hring en stingur hann líka áður en hann nær að svara. Andyrið er orðið fljótandi í blóði núna og var byrjað að leka út um útidyrnar. Hann var ekki vanur að láta blóð fara til spillis svo hann lokar hurðinni, meira samt af gömlum vana en vegna blóðsins sem hann hafði fyrir nóg af.
Honum langaði bara að refsa fjölskyldu sinni fyrir að eyðileggja tilraunina sína.
Það voru engar tilfinningar lengur að finna í líkama hans.
,,Hvar ertu?’’ segir hann og þurrkar blóðið í buxurnar, með rödd eins og þegar mæður eru í feluleik með börnunum sínum.
Vala skelfur á felustað sínum, heldur fast utan um barnið og vonar heitt og innilega að maðurinn láti þetta nægja og hypji sig. Hún var líka fegin að Krummi var ekki hér til að vera drepinn líka.
Hún tók fastar utan um litlu stelpuna sína sem vaknar við það og opnar augun. Hún finnur loftleysið, stressið og þrengslin og byrjar að háorga.