,,Hafið hljóð, hænuhausar! Hann hjálpaði hópnum helling!’’ kallaði hún yfir reiðann hópinn.
,,Vampýra að hjálpa til? Ertu heimsk?’’ hrópaði eitthver á móti.
,,Hann sýndi mér stað þar sem fleiri en fimmtíu vampýrur búa!’’ hún steig upp á stól ,,við förum þangað sem fyrst. Vinur minn ætlar að hjálpa okkur að girða skóginn af, svo greiðum við í gegnum hann þar til ekki ein einasta vampýra verður eftir!’’ hún brosir að glaðlegum stríðsöskrunum. Þeir voru til í slaginn. Eins og hún hafði búist við, að sjálfsögðu.
,,Fyrst ætla ég bara að hringja í mann sem býr í bænum rétt hjá, hann verður að skrifa undir leyfi’’ hún slær inn símanúmer á gamaldags símann.
Hás hringing símans sker þögnina við matarborðið.
,,Ég skal svara’’ Kobbi leggur frá sér hnífapörin og svarar símanum.
,,Já halló?’’
,,Góðan dag, Jakob. Valbrá heiti ég og vinn við að losa bæi við hræðilega plágu sem kallast vampýrur. Ég frétti að skógurinn ykkar væri krökkur af þeim’’
,,Nú? Það er satt, við göngum um með silfurarmband til að eiga sem vörn’’
,,Við komum á morgun, þú þarft bara að skrifa undir stuttan samning, svo munum við girða af skóginn og eyða kvikindunum á nokkrum klukkutímum. Þið munið að sjálfsögðu sjá um að fjarlæga líkin’’
,,Hvað kostar það?’’
,,Ekkert’’
,,Þið megið alveg koma’’
Þau kveðjast og hann leggur á.
,,Hver var þetta?’’ spurði Þór.
,,Nafna Valbráar, hún hringdi til að fá leyfi til að eyða vampýrunum í skóginum’’
,,Fyndið, Valbrá er ekkert það algengt nafn’’ hann tók diskinn sinn og fór með hann inn í eldhús ,,en talandi um það, ætlar Valbrá aldrei að koma fram aftur?’’
Hann andvarpar.
,,Ég veit það ekki’’
,,Mamma, ég er hrædd’’
Sex ára gömul hönd tekur í sigggróna hönd móður sinnar.
,,Ég líka, vertu sterk’’
Hávaðinn sem heyrðist þegar seinasta girðingin var fest var ógnvekjandi. Þau voru innilokuð.
Mamman tekur dóttur sína í fangið og leyfir henni að grúfa sig í öxl hennar.
,,Hvar er Grímur?’’spyr stelpan.
,,Vonandi niðri í bæ, annars er hann örugglega í lundinum sínum. Við sjáum hann sennilega aldrei aftur, ástin mín’’
Hræðslan í svip vampýrunar er augljós þegar hópurinn birtist með misstórar byssur í fanginu.
,,Daginn litlu viðbjóðar’’ segir risavaxinn náungi og skýtur tvær vampýrur án þess að hika.
Stelpan hágrætur.
Gælurefurinn þeirra urrar á ýturvaxna konu með þykkt, dökkt hár.
,,Ætlið þið að drepa saklaus börn?’’ gargar móðirin örvæntingafullri röddu.
,,Huh, saklaus’’ konan lyftir höndinni og skýtur í áttina að mæðgunum. Silfurkúlan fer í gegnum þær báðar. Maður sem stóð nálægt þeim verður öskrandi reiður.
,,Skjótið mig líka!’’ öskraði hann og hljóp ógnandi að þeim. Hann gat ekki lifað án þeirra.
Ósk hans var uppfyllt á augabragði.
,,Og afhverju ætti ég að treysta þér?’’ spurði Valbrá. Þetta var nokkrum mínútum áður en liðið kom með girðinguna.
,,Feldu þig bara, spurðu Kobba. Ef þessi hópur sér þig fatta þau strax hvað þú ert og þá verður ekki mikið eftir af lífi þínu. Treystu mér, þau sýna enga miskunn’’
,,Afhverju ætlar þú ekki að fela þig?’’ hún horfir niður.
,,Ég þarf það ekki’’ segir hann með erfiðleikum.
Svo gerði hann sig ósýnilegan og fór.
Kobbi var ekki kominn heim ennþá frá Þór. Hún færir sófann frá gatinu í veggnum sem hún hafði sparkað og skríður inn í það eftir smá umhugsun. Svo dregur hún sófann aftur fyrir.
Það leið ekki á löngu áður en Kobbi kemur í fylgd konu.
,,Skrifa ég bara hér? Og svo erum við laus við vampýrurnar að eilífu?’’
Í felustað sínum klemmir Valbrá aftur augun og leyfir sér að gráta.
Það sem Grímur hafði sagt var satt.
Hann var í augnablikinu hjá fjölskyldu sinni meðan hún var hér í rykugum þrengslunum.
Hún vaknaði við að Kobbi var að kalla á hana.
Hún skríður undan felustað sínum og sem betur fer var hann ekki nálægt til að sjá hana.
,,Já?’’
Hann birtist í stofunni og sér hana á fjórum fótum, hóstandi rykinu upp úr lungunum.
,,Þú þarft aldrei að hafa áhyggjur af vampýrum aftur!’’ segir hann eins glaðlega og þegar hann óskar fólki gleðilegs nýs árs.
,,Frábært’’ segir hún og kemur ósjálfrátt við armbandið.
,,Þú mátt taka það af þér’’
,,Aldrei!’’ segir hún hás.
Hún gengur út áður en hann nær að segja nokkuð.
,,Ég ætla aðeins á hestbak’’ kallar hún um öxl og sækir hestinn sinn inn í hesthús. Hann stendur þar, hnakk- og taumlaus en hún fer samt á bak á honum, orðin vön því að sitja hann berbakt.
Hesturinn er líka orðinn vanur henni og gengur rólega af stað en tekur svo á rás, bara eitthvert inn í bæinn.
Hún heldur bara fast í faxið og leyfir honum að fara eitthvert. Hún sér allt í móðu vegna tárum en tekur eftir að rútan sem vampýrufólkið kom með var farin.
Eitthver stendur á rútuplaninu sem vekur athygli hennar.
,,Valbrá!’’ kallar hann.
,,Rosalega er röddin kunnuleg’’ segir hún lágt við hestinn sem hneggjar lágt.
Hún grípur um háls hans þegar hann prjónar.
Með erminni þurrkar hún burtu tárin og sér þá skýrt í fyrsta skipti í mjög langan tíma. Sjónin er beinlínis himnesk í hennar augum.
Brosið, augun, hárið, nefið…bara allt, virtist fylla hana af dásamlegum létti.
,,Ég er búin að sakna þín dálítið, ég hef átt dálítið erfitt undanfarið’’ hún rennir sér af baki.
,,Nú?’’ hann leyfir henni að faðma sig fast.
,,Æ, ég kynntist strák og varð mjög náin vinkona hans á örfáum mínútum. Svo tilkynnti hann mér nýlega að við gætum ekki verið saman. Núna er hann dáinn’’ hún getur ekki grátið lengur. Það var ekki hægt að gráta þegar Krummi var loksins kominn.