Jæja, ég get ekki sagt annað en að þessi kafli sé ólíkur öllum hinum, finnst mér að minnsta kosti…
..
Hún gat ekki andað.
Aldrei í lífinu hafði hún grátið jafnmikið. Hún hunsaði algjörlega bankið sem Kobbi hafði látið falla oft og mörgum sinnum á hurðina en var samt of kurteis til að opna.
Enn einu sinni dró hún djúpt andann og reyndi að átta sig.
En gráturinn skall aftur á henni eins og ísköld alda. Í sorg og reiði barði hún fast í vegginn.
,,Ég hata þig!’’ öskraði hún reiðilega á vegginn.
,,Hata þig…hata þig’’ hélt hún áfram og hakan skalf ákaft.
Loksins opnaði Kobbi hurðina.
Hún lá í horninu á herberginu, í lítilli grúfu, með hárið fyrir eldrauðu og grátbólgnu andlitinu.
,,Valbrá mín’’ sagði hann með sinni allra blíðustu rödd.
Hún gat ekki sagt neitt, hélt bara áfram að skjálfa og gráta.
,,Þú hefur verið hérna inni í tvo klukkutíma’’
,,Farðu, ég ætla aldrei aftur út. Ég hata alla nema hann og hann vill mig ekki! Farðu út!’’ urraði hún milli ekkakasta.
,,Hvað gerðist eiginlega?’’ spurði hann.
Hún klemmdi aftur augun og sagði honum frá samtalinu.
Hún hafði farið út í skóg. Það var liðinn heill mánuður síðan partýið hjá Gunnu var og hún svaf með Grím.
Hann tók á móti henni áður en hún komst inn í skóginn.
,,Valbrá’’ sagði hann og hún brosti, glaðleg eins og venjulega þegar hárið var ljóst.
,,Hæ’’ hló hún.
,,Þú, þú mátt ekki koma aftur hingað’’ hann horfir niður.
,,Afhverju?’’ brosið fölnar eins og laufið á trjánum sem var sífellt að falla. Haustið var skollið á og veturinn var í nánd.
,,Við megum ekki vera saman’’
,,Afhverju?’’ endurtekur hún og nálgast hann. Hann kippir höndum sínum frá þegar hún ætlar að taka utan um þær.
,,Börnin þín, þau eru mjög mikilvæg. Ég get ekki eignast börn með þér og þar að auki á enginn eins og ég skilið að búa með þér. Mínu hlutverki er lokið’’
,,Ha? Hlutverki?’’ hún var hætt að sjá hann skýrt fyrir tárum.
,,Hver vampíra fæðist með tilgang. Minn tilgangur var að laga þig, fá þig til að vilja vera með manni aftur eftir það sem pabbi þinn gerði þér’’
Hún hristi hausinn og þóttist ekki skilja.
,,Ekki gera mér erfitt fyrir. Farðu, núna!’’ hann snýr sér undan og hleypur út í skóginn.
Hár hennar hafði orðið kolsvart á sömu sekúndu og hún hann hvarf sjónum hennar.
Hún ber hnúunum í gólfið þar til það blæðir úr þeim.
,,Hann var eini tilgangur lífs míns! Hvernig gat hann bara…’’ öskrið hlaut að heyrast út í skóg, vonandi heyrði Grímur það ,,leyfðu mér að vera einni, smástund í viðbót’’
Hún sýgur upp í nefið og lítur upp undan svörtum hárflókanum.
Það er eins og hann sjái hárið í fyrsta skipti.
,,Hárið þitt!’’ sagði hann.
,,Farðu!’’ urraði hún skrækri röddu og lítur rauðbólgnum augunum tryllingslega á hann.
Hann gengur út og lokar á eftir sér. Fer fram í andyrið þar sem eitthver hafði bankað.
,,Já?’’ spurði hann um leið og hann opnaði hurðina.
Þetta var Snorri.
,,Er allt í lagi með Valbrá?’’ spurði hann.
,,Uh, já’’ Kobbi klóraði sér í hnakkanum aumlega. Það var ekki beinlínis sannleikurinn.
,,Ég gekk framhjá húsinu og heyrði hana öskra, hvað gerðist?’’
Klara birtist fyrir aftan hann, kvikindislegt andlitið brosti lymskulega undan rauðu hárinu.
,,Grímur var víst að segja henni upp eða eitthvað’’ hann hallar hurðinni og ætlar að loka henni en Klara setur löppina á milli.
,,Kobbi, vissirðu að hún svaf hjá Grím í partýinu hennar Gummu í síðasta mánuði?’’ spurði hún og eðluleg augun virðast glóa af ákafa.
Hann andvarpar þungt. Veit ekki hvað hann á að segja.
,,Nei, sjáumst seinna’’ svo lokar hann hurðinni þegar hún hefur fært fótinn í burtu.
Var hann að missa stjórn á unglingnum?
Kannski gat hann ekki ráðið við þetta eftir allt saman…
,,Allt í lagi, núna get ég losnað við þig fyrir fullt og allt’’ hún þrýsti byssunni fast að enninu.
Venjulega hefði hann hlegið.
,,En ég er frægur morðingi! Ekki vilt þú drepa fræga manneskju!’’ segir hann og klórar í silfurkeðjuna. Rosalega sveið honum undan þessu.
,,Manneskju?’’ hún hlær ,,varla getur þú talist manneskja!’’
,,Ég er með tilboð handa þér, ég held þú getir ekki annað en tekið því’’
,,Nú?’’
Hann glottir svo sést í hvassar augntennurnar.
,,Ég get bent á korti hvar þú getur fundið uppsprettu vampíra, ef þú sleppir mér. Þau búa í skógi á litlum sveitabæ, það fer lítið um þau en allar vampírur koma þaðan. Nema ég, ég tók inn eitur og er eini einstaklingurinn í heiminum sem hefur gert það’’
,,Áttirðu engin börn?’’ spurði hún og virtist ekki vera á leiðinni með að samþykkja þetta.
,,Jú, tvö. Þau tóku bæði inn móteitur, þau eiga hvorug vampíruafkvæmi’’ segir hann.
Vabra togar bolinn betur yfir magann og stígur eitt skref aftur á bak til að virða hann fyrir sér.
,,Sleppa Ólafsmorðingjanum, segirðu? Til að geta drepið hvað margar vampírur í staðin?’’
,,Þau eru fleiri en fimmtíu’’
,,Hvað mundi ég græða mörg mannslíf með því?’’ hún greiðir hártoppinn inn í strekkt taglið en hann fer bara fyrir andlitið aftur.
,,Ég drep í kringum fimm manns á mánuði. Þau kannski einn í mánuði á hverja fjölskyldu, kannski eru eitthvað fimmtán fjölskyldur þarna. Þú mundir semsagt sennilega græða yfir tíu mannslíf á mánuði, hundrað og tuttugu á ári’’ sagði hann og gretti sig yfir silfurkeðjunni.
Hún horfði á hann, vandlega. Grindhoraður og aumingjalegur. Þó góður í stærðfræði.
En há kinnbeinin létu hann virðast brosa þó að alvaran í augunum lagaði það nokkurnvegin. Hárið, kolsvart eftir langa dvöl í kjallaranum án blóðs.
,,Hvernig er hárið þitt þegar þú færð blóð?’’ spurði hún og hristi í burtu þá staðreynd að hann væri aðlaðandi.
,,Dökkbrúnt, mér líkar betur við það svona en sætti mig samt við brúnt því það er miklu betra að fá blóð en að líta vel út. Styrkir mann andlega og líkamlega’’
Rosalega hafði hún talað mikið við hann. Það var ólíkt henni.
Það ætti ekki að vera erfitt að toga í gikkinn. Hún hafði gert það áður.
,,Þú átt fjölskyldu’’ sagði hún, lyfti byssunni á ný og hallaði undir flatt.
,,Ja, ég hef ekki talað við hana í yfir tuttugu ár’’
,,Heitirðu eitthvað?’’ spyr hún undir hneykslisandvarpi hans.
,,Auðvitað heiti ég eitthvað! Heldurðu að ég fæddist undir nafninu Ólafsmorðinginn?’’
,,Hvað heitirðu?’’ spurði hún.
,,Hrafnar’’
Hún beinir byssunni að gólfinu aftur. Hún hafði eyðilaggt allt fyrir sjálfri sér og fólkinu. Það var of erfitt að drepa eitthvern sem hún vissi nafnið á. Þekkti og laðaðist jafnvel að.