Sólin var ekki alveg jafn heit og hún hafði verið. Ágúst var að ljúka.
,,Mamma!’’ kallaði Krummi án þess að slíta augun af gullfallegri og litríkri sólarupprásinni.
Vala birtist þreytuleg með dóttur sína í fanginu.
,,Hvað?’’
,,Má ég heimsækja Valbrá næsta sumar?’’ spyr hann.
Hún stenst ekki mátið að ranghvolfa augunum. Þessi spurning enn og aftur.
,,Já, Krummi, þú þarft ekki að spurja svona oft!’’ segir hún örlítið pirruð.
,,Það er eitthvað slæmt að gerast hjá henni, ég bara finn það á mér!’’
,,Nei Valbrá! Í þúsundasta skiptið; togaðu í tauminn til að hægja á! Ef þú spennir þig svona upp tekur hann því sem merki um að þú viljir að hann fari hraðar! Togaðu kjánaprik!’’ gargar Kobbi með Þór skellihlæjandi við hlið sér.
Með klaufalegri hreyfingu togar Valbrá í tauminn.
,,Komdu hérna, snoppufríður’’ kallar Kobbi og hesturinn töltir hægt og virðulega til hans.
,,Ég mun aldrei læra að sitja hann!’’ kvartar hún og rígheldur í ljósbrúnan háls hestsins.
,,Víst, bara smá þolinmæði og dálítið annað’’ hann glottir.
,,Dálítið annað hvað?’’ spyr hún samtímis Þór.
,,Viltu vita það?’’
,,Já!’’ segir hún eins og ekkert sé sjálfsagðara.
,,Ekkert mál!’’ hann slær fast í kvið hestsins sem hneggjar og þýtur af stað.
Hún veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta en ákveður svo að fara eftir leiðbeiningum Kobba og togar af öllum kröftum í tauminn. Hesturinn tekur smá tíma í að hægja á sér og endar svo í rólegu tölti.
Sigrihrósandi situr hún á rólegum og þreyttum hestinum, þar sem hann kemur inn innkeyrslunna. Vatnskennd hljóð heyrast undan hófum hans en þykkt lag af blautum, brúnum laufum þakti jörðina núna þegar byrjað var að hausta.
,,Jæja, nóg í dag, prófum aftur á morgun’’ Kobbi hjálpar henni af hestinum. Silfurarmbandið hans lætur hana svíða rosalega í lófann þegar hún grípur utan um úlnliðina sér til stuðnings. Hann tekur eftir keðjunni hennar.
,,Hver gaf þér þetta?’’ spyr hann hraðmæltur ,,ég hélt þú værir með ofnæmi fyrir silfri’’
Hún roðnar bæði af skömm og af því að hugsa um Grím.
,,Grímur gaf mér þetta, hann er líka með ofnæmi, þetta er læknasilfur – ofnæmisfrítt’’ segir hún og horfir niður til að hann sjái ekki lygasvipinn hennar.
,,Valbrá, veistu að maður fær bara silfurarmbönd frá fjölskyldu manns eða kærustum?’’
Hún kemur ekki upp orði.
,,Nei’’ segir hún á innsoginu.
,,Það er gott að þú ert komin með vin samt’’ segir hann.
,,Hver gaf þér þitt armband?’’ spyr hún.
,,Ég’’ sagði Þór.
,,Eruð þið skyldir?’’ hún hnyklar brýrnar.
,,Nei,’’ segir hann eins og hann ætli að halda áfram.
,,Ó’’ henni svelgist á þegar hún áttar sig.
Þetta útskýrði margt.
Óþægileg þögnin virtist þrengja að.
,,Ég…ætla í önnur föt’’ hún bendir aftur fyrir sig með þumlinum í áttina að húsinu.
Þeir kinkuðu bara kolli og biðu eftir að hún færi.
Þeir þurftu ekki að bíða lengi áður en hún hljóp af stað inn í hús.
,,Guð minn góður’’ sagði hún við sjálfan sig, í hundraðasta skiptið.
Hún fór í hneppta prjónapeysu og greiddi í gegnum hárið.
Kobbi bankaði á hurðina. Þór var farinn.
Hún opnaði fyrir honum og lét eins og ekkert væri.
,,Hvað var það?’’ spyr hún.
Hann virtist fyrst ætla að segja eitthvað annað en kom úr munninum.
,,Eru komin með göt í eyrun?’’ spyr hann hvumsa.
,,Ja…’’ hún grípur um hægra eyrað. Svo vinstra.
,,Að minnsta kosti öðru megin’’ segir hún og bítur í vörina.
Hún gengur að speglinum en snýr sér undan áður en hann sér að spegilmynd hennar sést ekki.
,,Langar þig ekki að sjá? Þú ert stökkbólgin! Aldrei að gera svona með ósótthreinsaðari nál, þó að vinkonurnar suði’’ sagði hann og ýtti henni að speglinum. Hún streitist á móti.
,,Nei, veistu, ég ætlaði með nokkrar bækur til Gunnu, hún var veik í gær og ég var beðin um að skila til hennar…’’ svo yppir hún bara öxlum án þess að klára setninguna og snýr sig úr fangi hans. Hún tekur töskuna sína og hleypur út. Ekki til Gunnu samt, hún var ekki sú týpa sem Valbrá fannst best að hanga með.
Hún fór upp brekkuna, í áttina að skóginum. Hún var beinlínis orðin háð skóginum, að vera í honum, finna lyktina.
Og fyrst og fremst, tala við Grím.
Bros birtist á andliti hennar þegar hún hugsaði um hann. Hún henti töskunni bak við stein og hljóp þangað sem hún hitti hann venjulega.
,,Varstu ekki hérna í gær?’’ spurði þessi yndislega og kunnulega rödd.
Hún dæsti af sælu.
,,Jú, hvernig gat ég eiginlega ekki verið hérna í allan dag líka?’’ spurði hún út í loftið í leit að honum.
,,Það er auðvelt’’ sagði hann og hún kom loks auga á hann þar sem hann stóð upp á háum stein, tveim metrum frá henni.
Hann renndi sér auðveldlega niður til hennar.
,,Er satt það sem Snorri sagði um þig?’’ spurði hann.
,,Það fer náttúrulega eftir því hvað það er’’ segir hún og flissar.
,,Að þú sért geðklofi. Stundum ertu dökkhærð og skapstygg en stundum ljóshærð, glaðleg og skemmtileg’’ spyr hann og fer eins nálægt henni og mögulegt er.
Hún hlær glaðlega þegar hann kemur við ljóst hárið.
,,Þegar ég fæ ekki blóð lengi verð ég dökkhærð og lendi í miklum skapsveiflum. Krummi kunni vel við mig þannig’’ hún hlær enn hærra.
,,Þessi…Krummi, er greinilega skrýtinn. Þú ert miklu skemmtilegri ljóshærð!’’ segir hann og brosir að glaðlegum hlátrinum.
,,Þið tveir eru líka andstæður eins og ég og hún. Þú ert svona ljóshærður, góður og massaður. Hann er dökkhærður, vondur og grindhoraður’’
,,Vondur? Því trúi ég varla! Sagðirðu ekki einu sinni að hann hafi bjargað lífi þínu, þegar frænka þín var alveg að fara að skjóta þig’’ hann tekur hana í fangið og klifrar með hana upp á steininn aftur.
,,Ja, ég tala greinilega rosalega mikið þegar ég er með þér’’ brosið á vörunum hverfur en augun virðast brosa ennþá ,,en já, það er satt. Hann bjargaði mér’’
Hún teygir sig upp og kyssir hann á fölar varirnar. Hann slítur sig samt fljótlega frá henni og lítur undan, örlítið vandræðalegur.
,,Valbrá, vissirðu að venjulegar vampírur verða óléttar þegar þær kyssa eitthvern á munninn?’’ spurði hann og kyssti hana aftur áður en hún svaraði.
,,Nei’’ segir hún hissa og örlítið hrædd ,,verð ég þá ólétt?’’
,,Nei, ég get ekki eignast börn, því miður. Mér var ætlað eitthvað annað í lífinu en það’’