,,Ekki gráta, það er allt í lagi þó þú gleymdir grænmetinu’’ sagði Kobbi blíðlega og reyndi að átta sig á því afhverju hún hafði brotnað saman í dyragættinni.
Ekki gráta? Þetta fékk hana bara til að gráta enn ákafar.
Hún sýgur upp í nefið.
,,Ég ætla í göngutúr, ég skal kaupa grænmetið á leiðinni heim’’ segir hún afsakandi.
,,Nei, nei, ég skal kaupa það. Farðu bara og spjallaðu við vinkonur þínar eða hvað sem þig langar að gera…’’
Hún faðmar hann fast að sér.
,,Ég vildi að þú værir pabbi minn’’ hvíslar hún í hálsakotið á honum og þurrkar sér síðan í framan og fer út.
Hún hafði ekki átt von á öðru en að Kobbi mundi bjóðast til að fara út í búð fyrir hana. Þá hafði hún losnað undir því og fengið samúð í leiðinni vegna eitthvers sem hann vissi ekki einu sinni hvað var.
Samt skelfur hakan af ekka þegar hún gengur upp bratta brekkuna sem liggur að skóginum. Áður en hún nær að stíga eitt skref inn í skóginn er hún komin inn í hann miðjan. Hún verður rangeygð og rugluð, enda komin með leið á þessum undarlegu stökkum sem urðu alltaf þegar hún var í kringum skóginn.
,,Grímur!’’ kallaði hún eins hátt og kökkurinn leyfði.
Smá hreyfing varð á trjánum og svo stökk kona niður úr einu trjánna.
,,Grímur? Hvað viltu honum?’’ spyr hún. Valbrá lítur upp í trén og sér tugi augna stara á hana.
,,Ég vil tala við hann’’
,,Um hvað?’’ segir eitt andlitanna uppi í trjánum.
,,Um gærkvöldið’’ hún tekur höndina frá hálsinum svo bletturinn sást.
Konan hnussar.
,,Ég skal fara með þig til hans’’ segir hún svo.
Hún skellir Valbrá á öxlina og hleypur svo af stað. Valbrá verkjar í magan undan harðri og beittri öxlinni en segir ekkert. Það var vandræðalegt að hanga svona með hárið fyrir andlitinu og sjá ekki neitt. Loksins leggur konan hana í mosa og hverfur svo inn í trén.
,,Grímur’’ segir hún brosandi þegar hún sér kunnulegan hnakka. Hann kippist við og snýr sér við.
,,Þú…hvað ertu að gera hér eiginlega?’’ spyr hann píreygður.
,,Ég vildi tala við þig um það sem gerðist í gær’’
,,Nú? Hvað gerðist í gær?’’
,,Ég…við…fórum við…þú veist, alla leið?’’ hún kafroðnar en lítur ekki af grönnu andlitinu.
,,Nei’’ hann lyftir höndinni og grípur í grein. Með mjúklegri hreyfingu hífir hann sig upp og klifrar upp tréð.
,,Þú veist ekki hvað ég heiti!’’ kallar Valbrá á eftir honum.
,,Nei’’ kallar hann á móti ,,ég þarf ekki að vita það’’
,,Fannst þér gærkvöldið vera ekki neitt?’’ hrópar hún pirruð og vonsvikin. Með erfiðsmunum hífir hún sig upp sömu grein og hann og á stuttum tíma situr hún á grein við hlið hans.
,,Við vorum drukkin’’ sagði hann og grettir sig um leið og hann kyngir.
,, Ég var drukkin, þú sagðist ekki hafa fengið þér dropa, Grímur!’’
Hann lítur sljór í þessi ljósbláu augu sem horfðu svo forvitnislega á hann.
,,Hvernig mannstu svona mikið? Engin stelpa hefur getað harkað af sér dáleiðslumeðferðina sem ég legg á þær í svefni!’’
,,Ég er heldur engin venjuleg stelpa, Grímur’’
,,Ég veit það vel, hættu að segja nafnið mitt hvað eftir annað!’’ hann slítur sig frá andliti hennar. Hún mundi eiga erfiðara með að gera það sama, hætta að horfa á hann.
Valbrá fannst þögnin óþægileg og hugsaði sig stuttlega um í leit að umræðuefni.
,,Hvað eruð þið mörg hérna í skóginum?’’ spyr hún.
Sæblá augu hans líta á hana undan úfnum hárflókanum.
,,Fleiri en fimmtíu samtals. Við erum tvær ættir, þú þekkir þær á hárinu’’ segir hann.
,,Afhverju reyndirðu að láta mig gleyma þér? Veistu ekki hvað gærkvöldið þýddi mikið fyrir mig?’’ spurði hún vonsvikin, ósjálfrátt flaug hugi hennar til Snorra. Hún andvarpaði.
,,Það…það er flókið’’ hann bítur tönnunum fast saman svo gagnaugað spennist.
,,Segðu mér’’
Hann dæsir.
,,Nei’’
Hún setur stúrin neðri vörina fram en hann hristir bara hausinn.
Þau horfa fram á við. Þar er ekkert að sjá nema þéttan, grænan skóginn sem hleypir sáralitlu sólskini inn. Það litla ljós sem svindlar sér leið inn verður grænleitt og gefur jörðinni ævintýralegan blæ.
,,Ég er með gjöf handa þér’’ sagði hann og stakk höndinni í hægri vasann.
,,Nú?’’ hún færir sig nær honum.
,,Já, vampírur þurfa að láta minna á sér bera innan fjöldans’’
Hann sýnir henni litla silfurlita keðju. Hún er mjög og virðist mjög viðkvæm, á henni hangir bláleitur hálfmáni.
,,Það er venjan í bænum að það sé eitthvað skraut á keðjunni manns. Ég er sjálfur með litla sól’’ hann sýnir henni keðjuna sína sem pínulítil sól úr gulli danglar.
,,Fallegt’’ segir hún heilluð þegar hann festir keðjuna.
,,Þetta er úr því sem við köllum gervisilfur. En við Kobba skaltu bara segja að þetta sé læknasilfur’’ segir hann og hún strýkur laust yfir hálfmánann þegar keðjan er föst á henni.
,,Ég trúi ekki að svona fallegir hlutir meiði svona mikið ef þeir eru ekta’’
Þau hlæja og það var eins og eitthver hafði skorið í gegnum spennuna á milli þeirra.
,,Varstu að rífast við eitthvern áðan? Þú varst svo æst á svipin þegar þú komst’’ segir hann eftir smástund. Hún þegir í smástund.
,,Já, ég var að rífast við Snorra. Við vorum eiginlega par en eftir það sem pabbi gerði hélt ég að ég gæti aldrei litið á nokkurn strák sem annað en vin. Svo ég neitaði honum í hvert skipti sem hann reyndi að kyssa mig eða daðraði. Ég held að það hafi verið frekar ósanngjart af mér gagnvart honum að verða síðan brjáluð og afbrýðissöm þegar hann byrjar að hanga með Klöru’’ segir hún og slítur laufblað af greininni. Hann kinkar kolli og skilur kynbróður sinn.
,,Klara…hver er það?’’ spyr hann og lítur undan hugsi.
,,Hún er með þér í bekk. Rjóðar kinnar, dálítið búttuð og öskrandi appelsínugult hár’’ lýsir Valbrá henni ,,rosalega frek og leiðinleg’’
Hann glottir.
,,Þú ert góð í að lýsa fólki’’
Hún roðnar gegn vilja við hrósið.
,,Takk’’
Það eina sem rauf þögnina var brak í grein rétt hjá. Næstum öll fjölskylda Gríms stóðu þétt saman og hlustuðu á samtalið.
,,Geturðu lýst mér?’’ spyr hann. Hún virðir hann fyrir sér.
,,Nei’’
,,Afhverju ekki?’’ segir hann vonsvikinn.
,,Það er ekki til nógu fallegt orð’’ segir hún og brosir glaðlega.