,,Hvað ert þú að gera hér?’’ hálfhvíslaði hún.
Brosið sem hann sendi henni gaf ekkert í skyn og svo hvarf hann í fjöldann.
,,Hver er þetta eiginlega?’’ spyr hún stelpu sem stendur nálægt henni.
,,Hver?’’ ansar hún áhugalaus og fær sér sopa af glærum drykk sem var örugglega ekki vatn.
,,Ljóshærði strákurinn sem er jafngamall og Klara, dálítið skrýtinn…’’
,,Æ, ég man ekki hvað hann heitir. Spurðu Klöru’’ gargaði stelpan á móti, tónlistin var komin í gang og var ærandi hávær.
Valbrá hefur litla löngun til að tala við Klöru en harkar samt af sér af forvitni og gengur til hennar þar sem hún situr í sófanum við hlið Snorra.
Hann segir ekkert þegar hún nálgast.
,,Hvað heitir ljóshærði, skrýtni gaurinn sem er með þér í bekk?’’ spurði Valbrá.
,,Æ, hann heitir Grímur. Rosalega sætur en rosalega skrýtinn, eins og þú kannski veist. En annars…hann hefur engann áhuga á stelpum og býr í kofa í skóginum ásamt þessum stórfurðulegu ættingjum sínum’’ Klara grettir og gefur í skyn að hún vilji að hún fari.
Valbrá hreyfir sig ekki af eintómum kvikindiskap.
,,Voruð þið á Gamla Refnum í gær?’’ spurði hún.
,,Já, afhverju?’’ spurði Klara. Snorri horfði bara niður á samanfléttaðar hendurnar.
,,Bara pæling’’ Valbrá yppir öxlum og bítur á jaxlinn til að kreppa ekki hnefana og berja Klöru af öllum kröftum. Helst svo hún fari úr lið og geti aldrei brosað eðlubrosinu sínu aftur.
,,Snorri, má ég tala við þig?’’ spurði Valbrá og munnur Klöru verður eitt strik. Valbrá til mikillar gleði.
,,Ætli það ekki’’ segir hann aumlega og eltir Valbrá inn í eldhúsið.
,,Snorri, erum við bara vinir? Ég sá ykkur á Gamla Refnum í gær!’’ urraði hún.
Hann virtist stórhneykslaður.
,,Valbrá skilurðu ekki neitt? Þú gafst mér það mjög augljóslega í skyn að þú vildir ekkert meira með mig hafa annað en að vera bara vinir! Ég veit að stelpum finnst gaman að láta ganga á eftir sér en núna er komið nóg! Klara snýr sér ekki undan þegar ég kyssi hana! Klöru finnst í lagi þó ég nefni það að við séum meira en vinir! Klara…’’
Valbrá lyftir höndinni, tilbúin að slá hann utan undir en hættir við.
,,Allt í lagi’’ segir hún hljóðlega ,,höfum það þá þannig. Ég get alveg eignast nýja vini’’
Hún sneri sér undan og óskaði þess að hann hefði ekki svona rétt fyrir sér.
Hún hafði látið tækifærið renna sér úr greipum og núna var of seint til að hætta við, laga það.
Þegar hún sneri sér við aftur var Snorri farinn og hún var ein í stóra eldhúsinu. Hélt hún.
,,Voruð þið að rífast?’’ spurði Grímur.
Hún svaraði án þess að snúa sér við til að sjá hann.
,,Já’’
Hann tók utan um hana og þá leit hún um öxl.
Hann var ekki þarna. Hún fann bara snertingu hans.
,,Ertu ósýnilegur eða eitthvað?’’ spurði hún og á sömu sekúndunni birtist hönd hans um mittið á henni. Það gaf henni óvæntan fiðring í nárann.
,,Svona eiginlega. Ég get fengið fólk til að taka ekki eftir mér, það er nokkurnvegin að vera ósýnilegur’’
,,Oj, en óhugnalegt’’ hún opnar hurðina og fer út úr eldhúsinu og inn í hávaðann.
Glasi er ýtt að henni og hún tekur það og fær sér stóran sopa. Það hrekkur úr hendi hennar og skellur í gólfinu með tilheyrandi brothljóðum þegar henni er kippt inn í þvöguna.
,,Valbrá hérna er mjög hugrökk!’’ gargaði Gunna og hikstaði hátt. Augun í henni flutu og hún labbaði eins og henni hafði verið snúið í tuttugu hringi og hrint svo af stað ,,hún ætlar að leyfa mér að gera göt í þessi fallegu eyru sem hún hefur!’’
Eitthver klappar en það heyrist varla vegna háværrar tónlistarinnar.
Aftur hikstar Gunna meðan hún finnur stóra nál.
,,Sestu hérna’’ bablar hún milli hiksta ,,og vertu alveg kyrr’’
Valbrá hlýðir henni og klárar úr glasinu sem eitthver hafði rétt henni í staðin fyri hitt. Hönd fyllir glasið aftur en hún fer sér hægar í þetta skiptið og drekkur helminginn áður en Gunna teiknar svartan punkt á eyrnasnepilinn. Svo þurrkar hún nálina í skítuga peysuermina og stingur laust í punktinn fyrst en fer svo alla leiðina í gegnum eyrað. Nálin er löng og þykk svo sársaukinn var frekar mikill. Allt of mikið blóð lak niður á öxlina og í kjólinn.
,,Tisjú! Tisjú!’’ heyrðist í Gunnu garga meðan hikstinn varð enn ákafari.
Klósettpappírrúllu er hent til hennar og hún notar alla rúlluna til að þurrka burt blóðið af Valbrá. Valbrá hefur loksins fyrir því að líta upp og fyrst sér hún ekkert annað en blindfulla, hlæjandi krakka en inni í miðri hrúgunni starir Grímur í smástund á hana. Hann tekur fljótlega eftir augnaráðinu hennar og hverfur samtímis.
Gunna stingur pinna í gegnum gatið og setur festingu til að hann detti ekki af.
,,Svona!’’ segir hún þvoglumælt og kjagar svo eitthvert í burtu eins og mörgæs.
Eyrað svíður ólýsanlega mikið svo Valbrá fer og sækir sér meira. Hún er hætt að geta lesið á miðana sem sýna hvort drykkirnir eru áfengir og núna er henni hálfpartinn orðið sama.
Snorri er farinn út með Klöru og Valbrá endar eftir nokkur glös, sitjandi í sófanum vælandi yfir því hvað hún hafi verið heimsk að láta hann sleppa. Gunna hélt henni fast og sagði aftur og aftur hvað hún vorkenndi henni.
,,Þú ert frábær kelling og ég bara skil ekki’’ byrjar hún með óskiljanlegu röddinni sinni en stoppar til að ropa ,,hvernig hann getur tekið Klöru ljótu ljótu fram yfir þig!’’
Hún rekur upp hláturromsu og hendir flösku í gólfið.
Hljómsveitin er alveg við það að hætta að spila því flestir hljómsveitameðlimir voru farnir eitthvert með kærustunum sínum. Einn rafmagnsgítar og söngvarinn eru eftir.
Með brjálaðan hausverk skríður Valbrá inn í eldhúsið til að fá frið. Þar sefur strákur uppi á eldhúsborði með hrúgu af brotnum diskum í kringum sig. Inni í matargeymslunni er kærustupar og Valbrá hefur enga löngun til að vita hvað þau eru að gera. Hún sest bara í stól og hunsar bleytuna sem eitthver hafði hellt á hann.
Veggklukkan sýnir að litlivísirinn nálgast tvö en Valbrá sér tvöfalt og tekur ekki eftir því.
,,Veistu ekki að áfengi hefur þrefalt meiri áhrif á vampírur en venjulegt fólk?’’ spyr kímin rödd Gríms.
,,Jú, núna’’ segir hún pirruð og felur andlitið í höndunum.
,,Stattu upp, ég skal hjálpa þér’’ segir Grímur og birtist fyrir framan hana.
Hann réttir fram hendurnar og hjálpar henni á fætur. Hún riðar í smástund en hann tekur fast utan um mittið á henni.
,,Þú ert ekkert að spara daðrið’’ romsar hún með innskeifa fæturnar.
,,Drekktu þetta, lagar hausverkinn og sjónina, kannski heilann smávegis’’
Án þess að hugsa um hvað þetta gæti verið drekkur hún úr glasinu.
,,Ahh, miklu betra’’ muldrar hún og brosir og lygnir aftur augunum.
,,Ég held þú ættir að gista hér, ég skal hjálpa þér upp í svefnherbergi’’ hann tekur hana upp í fangið án áreynslu og áður en hún veit af því að hann er lagður af stað eru þau komin í eitt gestaherbergjanna.
Hann leggur hana á rúmið og hverfur svo.
,,Ætlarðu ekki að vera hjá mér?’’ spyr hún út í loftið.
Hann gerir sig sýnilegan aftur.
,,Fjárinn, barn, hvernig veistu alltaf að ég er á staðnum?’’ spyr hann.
Hún tekur utan um hann þegar hann leggst hjá henni. Hún finnur fyrir fiðringnum aftur.
,,Veit það ekki’’ hvíslar hún og hann grettir sig yfir áfengislyktinni ,,kannski erum við bara eitt. Kannski var rangt hjá Krumma að ég og hann værum ætlað að vera saman’’