Jahérna, ég get bókstaflega ekki endað söguna! Komin yfir þrjátíu hluta og vona að það sé ennþá fólk þarna úti sem les þetta x)



Hún vissi ekki hve oft hún hafði litið í áttina að skóginum.
Þar bjó fólk sem var eins og hún.
Fólk eða ekki fólk.
Hún hafði ekki hugmynd.
,,Hættu að horfa út um gluggann Valbrá og horfðu frekar á námsefnið!’’ sagði kennarinn hvasst.
,,Fyrirgefðu, Kári’’ hún leit á flókið stærðfræðidæmið. Hún hafði aldrei verið góð í stærðfræði.
Bekkurinn hennar var skrýtinn. Í honum voru bara stelpur. Sjö stelpur sem gerðu ekkert annað en að flissa og öskra.
Hana klæjaði í fingurna við að krassa í bókina en hélt sig við tölurnar í bili.
Stelpan við hliðina á henni potaði í hana og rétti henni samankuðlaðan miða.
Valbrá fletti hann í sundur.
Partý hjá Gunnu klukkan sjö í kvöld. Allir að mæta!
Hún krumpaði miðann aftur og rétti stelpunni hinumegin við sig.
Krakkarnir hérna hétu allir venjulegum nöfnum. Í heimabænum hennar kepptist fólk um hver átti barnið með furðulegasta nafnið.

Eftir skóla fór hún í öfuga átt við heimili sitt. Henni langaði ekkert neitt rosalega að fara inn í háværan hlátur Kobba og Þórs sem var alltaf hjá þeim.
Hún opnaði hurðina á sápubúðinni. Ólíkt venjulega var Pálína við kassann.
,,Hvar er Snorri?’’ spurði Valbrá.
Gamla konan leit upp.
,,Eitthverstaðar úti með Klöru. Ég held þau hafi farið í Gamla Refinn , það er hérna rétt hjá ef þig langar að fara þangað’’
,,Takk’’ sagði Valbrá og bjallan hringdi aftur þegar hún fór út.
Gamli Refurinn var lítið utandyra kaffihús sem yrði bráðum lokað yfir veturinn. Hún fór þangað og skimaði eftir Snorra. Hann blasti við í sekúndubrot áður en hann hvarf bak við tré.
Valbrá gekk í áttina þangað en snarstansaði þegar hún sá þau.
Hann hélt fast utan um Klöru og kyssti hana ákaft. Hann sneri baki í Valbrá svo bara Klara sá hana. Hún gerði samt ekkert annað en að loka bara augunum og þrýsta Snorra í jörðina.
Enn og aftur fannst Valbrá hún svikin. Hún hafði ekki vitað samt að Snorri hefði þetta í sér.
Hún hljóp beinustu leið af augum. Leyfði fótunum að bera sig í áttina að skóginum sem hafði svo dáleiðandi áhrif á hana. Dökkgrænn liturinn togaði hana til sín. Hún hafði ekki einu sinni fyrir því að leita að stígnum heldur fór bara beint inn.
,,Halló?’’ kallaði hún og hægði á sér.
Eina svarið var hennar eigin bergmál í fjallinu stutt frá.
Trén virtust grípa í víð fötin sem Kobbi hafði lánað henni. Botninn var blautur og sleipur svo hún rann til og datt aftur og aftur en stóð bara á fætur jafnóðum. Hún heyrði í alls kyns dýrum þjóta fram og til baka stutt frá sér en hunsaði það. Allur skógurinn virtist reyna að hindra að hún færi lengra inn.
En hana langaði að hitta vampírurnar aftur.
Sama hvað hún fór langt inn í skóginn sá hún þær ekki. Dauðþreytt lagðist hún í þrönga laut.
Fötin voru rifin og blaut. Hnén voru drulluskítug og blóðug en henni var sama.
Henni var sama um allt.
Hreyfing í trjánum gaf henni nýja von. Hún kallaði í áttina að því og samstundis stökk eitthvað niður úr trénu. Þetta var ljóshærða vampíran sem hún hafði hitt nokkrum dögum áður. Valbrá dæsti hljóðlega yfir fegurð hans.
,,Var þér ekki sagt að halda þér í burtu?’’ spurði vampíran.
,,Ég get það ekki. Skógurinn bað mig að koma!’’ Valbrá leit sljólega á veruna sem stóð yfir sér í öllu sínu veldi.
,,Bað þig að koma?’’ söng önnur rödd. Þegar Valbrá leit upp sá hún að stór hópur stóð yfir sér.
,,Þið verðið að fyrirgefa mér. Engin manneskja vill umgangast mig! Ég vil vera með ykkur’’
,,Þú hefur hitt tvo af okkur einu sinni og hefur þú ekki minnstu hugmynd um að við eigum ekki í minnstu erfiðleikum með að snúa þig úr hálslið og borða þig í kvöldmat?’’ spurði ljóshærða vampíran sem hún hafði hitt fyrst.
,,Mig sárvantar blóð! Sjáið hárið á mér! Það var næstum hvítt!’’ augnaráðið sem hún sendi þeim var klikkað. Lófarnir voru útréttir, tilbúnir að taka við hverju því sem þau gæfu henni.
Þau litu á hálfsvart hárið.
Glerflösku með dökkum vökva í var kastað í hana og svo hvarf hópurinn. Hún heyrði fótatak fyrir aftan sig og stakk flöskunni í vasann.
,,Valbrá! Afhverju varstu að hlaupa inn í skóginn?’’ var spurt.
Hún sneri sér við og var komin undir bert loft aftur! Án þess að stíga eitt skref.
,,Ég hljóp ekki inn í skóginn’’ sagði hún bara hljómlaust við Snorra og sendi honum eitrað augnaráð ,,ég var bara í göngutúr’’
Snorri fitjaði upp á nefið. Klara hafði brugðist illa við þegar hann sagði henni að Valbrá væri geðklofi. Allt það sem Klara sagði trúði Snorri. Og hún hafði ekki sagt margt fallegt um Valbrá. Satt að segja fannst honum miklu skemmtilegra að umgangast krakka á aldri við hann sjálfan en litla stelpu sem hafði bara farið illa með hann.
Samt fylgdi hann henni heim til sín þar sem Kobbi tók hissa á móti henni.
Hann leyfði henni að fara í bað og skipta um föt og fara svo bara í rúmið. Á meðan útskýrði Snorri geðklofann og ár hennar með pabba sínum.

Valbrá strauk svampnum lauslega eftir skítugu hnénu.
Ferlega var ruglandi að hún mundi aldrei eftir því að hafa farið úr skóginum. Var bara allt í einu komin úr honum án þess að vita ástæðuna.
Hún yrði að hitta þau aftur. Hitta hann aftur.
Sárið sveið undan sápunni svo hún setti grannan fótlegginn aftur ofan í vatnið. Það var bankað á hurðina.
,,Valbrá! Ertu að verða búin? Ég ætla aðeins að skreppa til Þórs og kem eftir klukkutíma’’ sagði Kobbi niðurbælt vegna hurðarinnar.
,,Ekkert mál’’ sagði hún lágt.
Hún slakaði á öxlunum og hallaði sér aftur í baðkarinu.
Þetta var í fyrsta skipti sem hún baðaði sig með læsta hurð. Það hafði ekki verið nein læsing heima hjá henni því hún hafði brotið hana upp þegar pabbi hennar læsti hana inni. Hún hafði orðið frá sér af skelfingu við innilokunarkenndina og hamast á lásnum heillengi.
Hrollurinn skreið upp eftir bakinu þegar henni varð rifjað upp refsingin sem pabbi hennar gaf henni.
Hún hafði mætt óvenju rispuð og marin á fyrsta skóladaginn.
Hönd hennar greip um tappann og kippti honum úr. Með háu soghljóði byrjaði vatnið að hellast úr baðkarinu og smám saman tæmdist það og skildi eftir sig gras og drullu sem hafði verið á fótum hennar. Hún seildist eftir fötunum en uppgötvaði að hún hafði farið inn á bað með handklæðið vafið um sig en sett fötin í þvottavélina.
En var var handklæðið eiginlega núna?