Hún var bundin kyrfilega við Krumma þegar hún rankaði við sér.
Hann virtist sofandi í fyrstu en leit samt á hana þegar hún fór að hreyfa sig.
Vabra var að öskra á eitthvern í símann.
,,…hvað gerðirðu við silfurkúlurnar, hálfvitinn þinn?’’ gargaði hún og beið í smástund eftir svari ,,hélstu að ég þyrfti þær ekki? Hvað á ég að gera núna? Í þokkabót er hún vöknuð sé ég núna, komdu þér hingað á stundinni, helst með aukaskot til að ég geti losað mig við þig’’
Hún hló þegar eitthver afsakaði sig taugaveiklað hinumegin á línunni.
,,Nei, ég meinti þetta ekki, komdu samt með hylkið áður en hún slítur bandið. Maður veit aldrei hversu sterk þessi kvikindi eru’’
Svo skellti hún á og fór úr herberginu.
,,Valbrá…’’ byrjaði hann.
,,Við erum ekki vinir þó að þú hafir viðurkennt að þér líkaði við mig’’ urraði hún reiðilega.
,,Hlustaðu á mig…’’
,,Nei! Hafðu hljóð’’ segir hún hvasst.
,,Valbrá! Hlustaðu á mig! Við verðum að komast héðan!’’
,,Afhverju? Það er ekki eins og ég hafi eitthvern lífsvilja. Mér er eiginlega alveg sama þó ég verði drepin, fyrir utan hvað Snorri greyið verður leiður’’ sagði hún kuldalega.
,,Reyndu að minnsta kosti að losa þig! Ekki vera algjörlega tilfinningalaus gagnvart sjálfri þér’’
Hún ræksti sig.
,,Má ég taka það fram að ég ólst upp við að hata sjálfan mig?’’ spurði hún.
,,Nei. Reyndu að losa bandið bara!’’
,,Já, já, allt í lagi’’
,,Ég var viss um að þú myndir koma til að reyna að bjarga mér, þegar hún henti mér inn í þetta ömurlega herbergi. En ekki til að gera illt verra og drepa sjálfan þig í leiðinni.’’ Muldraði Krummi.
,,Æ, þegiðu, hann var ótrúlega sterkur þessi gaur’’
Hún byrjaði að fikta í bandinu en hurðin var opnuð á sömu sekúndunni.
,,Kannski er best að ég fylgist með ykkur meðan kúlurnar eru á leiðinni, þær ættu að koma innan skamms. Silfur er víst það eina sem virkar á þetta tröllablóð sem þið hafið, ótrúlegt hvað er orðið erfitt að eiga við svona dýr núna’’
,,Afhverju heldurðu að ég sé vampíra?’’ spurði Valbrá og skammaðist sín ekki fyrir að leyfa tárunum að renna niður sléttar kinnarnar.
,,Það er auðvelt að sjá það. Þú hefur samt augljóslega ekki fengið blóð í langan tíma’’ hún benti á hárið á henni.
Valbrá leit niður á bringuna sem var hulin síðu hárinu. Það var orðið frekar dökkt.
Svo leit hún á móðursystur sína.
Fyrir aftan hana var skítugur gluggi sem sýndi ekkert annað en mjög afgirtan garð. Hún sá andlitið á Snorra horfa inn. Hann virtist ekki skilja neitt og gaf það í skyn að útidyrahurðin væri læst. Henni langði til að faðma hann að sér og kveðja hann.
Hún klóraði í sterkt reipið og fann það gefa ögn eftir.
Þau þögðu þegar Vabra opnaði harkalega hurðina. Hún var að troða silfurkúlum í byssu.
Valbrá hafði aldrei fundist hún svona varnarlaus eins og einmitt á þessari stundu.
Hún gat ekkert gert. Snorri gat ekkert gert. Krummi gat ekkert gert.
Vonlaust.
Hún beindi byssuni að gagnauga Valbrá.
Andadráttur hennar skalf af hræðslu við að horfa beint inn í byssuhlaupið.
Þetta voru endalokin.
,,Ekki gera mér erfitt fyrir’’ sagði Vabra.
,,Þú ert að fara að drepa hálfsystur þína, Vabra’’ sagði Krummi í síðustu tilrauninni til að sleppa.
Hún beindi byssunni að honum í staðin.
,,En þú, ef ég dræpi þig? Hvað væri ég þá að drepa? Miskunnarlausan morðingja sem drepur saklaust fólk sér til matar!’’
,,Mér sýnist aðrir en við vera miskunnarlausir morðingjar hérna inni. Við erum venjulegir krakkar með dökkt hár og stórar tennur, rosalega grunsamlegt’’ sagði Krummi skjálfraddaður en samt sannfærandi ,,ég meina, hugsaðu aðeins. Það gæti vel verið að helmingurinn af þeim sem þú hefur drepið, eða jafnvel allir, hafi verið sauðameinlaust fólk!’’
Vabra beindi byssunni að gólfinu, stjörf á svipinn.
,,Jahérna, mig grunaði aldrei að…’’ byrjaði hún. En Krummi stóð á fætur með snöggri hreyfingu og sló byssuna úr hönd hennar svo hún skall í gólfinu. Valbrá setti fótinn yfir hana til að fela hana.
Hann greip fast um háls hennar þar til augun ranghvolfdust og hún seig hægt niður eftir veggnum og á gólfið.
Valbrá ætlaði að opna hurðina en Krummi hristi hausinn.
,,Kallinn er fyrir utan!’’
Hann skaut tvisvar úr byssunni út í loftið til að manninum færi ekki að gruna neitt svo brutu þau gluggann með hjálp Snorra og smeygðu sér út.
,,Maðurinn þarna er greinilega klikkaður! Drap hann Vöbru? Var hann ekki vinur hennar?’’ spurði Snorri ákafur þegar þau opnuðu hlið í bakgarðinum til að komast úr honum.
Krummi og Valbrá litu hvort á annað og gátu ekki annað en brosað yfir skilningsleysi hans.
,,Nei, við björguðum því, en nú verðum við að fara héðan sem fyrst til að hann elti okkur ekki!’’ sagði Valbrá.
Krummi hljóp af stað um leið og hliðið hafði verið opnað. Hann leit um öxl og brosti til Valbrá áður en hann beygði fyrir horn og hvarf þeim sjónum.
,,Eigum við ekki að elta hann?’’ spurði Snorri.
,,Nei, hann fer sínar leiðir og við okkar’’ sagði hún.
Snorri virtist sáttur með það enda hafði hann hálfpartinn alltaf verið afbrýðisamur í návist Krumma sem var óneitanlega meira aðlaðandi en hann.
,,Við höfum í ekkert skjól að leita. Ég hef verið að hugsa um að gefa mig fram hjá lögreglunni og fá þannig að vita hvort foreldrar mínir hafi verið fundnir. Ef svo er dauðlangar mig til að kæra pabba þó ég hafi ekkert efni á lögfræðing’’ sagði hún og þau gengu niður eftir auðri götu. Það var blautt eftir rigningu og örlítil slydda. Himininn var samt heiðskýr og virtist vilja segja manni að það væri eitthvað ennþá jákvætt í heiminum.
,,Ég get ekki farið með þér, Valbrá, þá verð ég ekki settur á unglingaheimilið eins og þú heldur til stjúpmóður pabba. Það gæti ég ekki afborið! Ég þekkji hana varla!’’
,,Þú kemur með mér, Snorri! Við biðjum um að fara saman á unglingaheimilið, svo förum við í skóla og eignumst marga góða vini og seinna vel launaða vinnu’’ hún brosti með bjartsýnisglampa í augunum.
,,Rosalega ertu jákvæð!’’
,,Maður getur ekki verið annað þegar maður er nálægt þér, þú ert svo kjánalegur og fyndinn þegar þú gengur og talar!’’ hún brosti út í annað.
,,Finnst þér það!?’’ hann glennti upp augun af gleði.
Hún hló innilega og hljóp svo hlæjandi af stað til að ná lest sem var á leiðinni í miðbæinn. Hann stökk á eftir henni.
Þau settust í sætið næst dyrunum, lafmóð og brosandi.
Varlega tók hann utan um hana þegar lestin fór af stað en hún ýtti höndinni í burtu.
,,Við erum vinir, Snorri, mannstu?’’ hvíslaði hún og andrúmsloftið var eyðilagt.
,,Já ég man, við erum bestu vinir og ekkert meira’’ hvíslaði hann á móti og horfði niður á samanfléttaðar hendur sínar, örlítið vonsvikinn á svipinn.
Hún virtist aldrei ætla að jafna sig eftir pabba sinn.
Hann hafði líka ekki hugmynd um hvað sárin ristu djúpt. Of djúpt til að hann næði þangað.