Lífið var orðið svo auðvelt og einfalt skyndilega að það var næstum óhugnalegt. Vabra nefndi að í nágrenninu væri fínn skóli sem þau gætu byrjað í þegar þau væru tilbúin.
Valbrá gekk oft um bakgarðinn með Snorra. Garðurinn var girtur með hárri gaddavírsgirðingu og hliðið sem lá úr honum var rafmagnstengt.
Þegar þau voru búin að vera í einn mánuð hjá Vöbru var kominn miður febrúar.
Snorri var beðinn um að skreppa út í búð að kaupa það helsta sem vantaði. Búðin var í hálftíma göngufæri svo hann gekk bara af stað í rólegheitunum og skildi Valbrá eftir eina með frænku sinni.
Henni dauðbrá þegar Vabra talaði til hennar.
,,Viltu te?’’ spurði hún og rétti Valbrá bolla.
,,Takk’’ hvíslaði hún og súpti á teinu. Svo fór hún í herbergi sitt og Snorra. Í smástund starði hún á sig í speglinum. Hárið var orðið mjög dökkt núna og varirnar fagurrauðar.
Eftir að hafa starað í heila mínútu fattaði hún hversvegna það voru svona miklar litabreytingar á henni. Hún hafði oft séð hárið á Krumma breytast úr svörtu yfir í dökkbrúnt. Það breyttist alltaf þegar hann var úti eina nótt.
Hún þarfnaðist blóðs.
Svo hún kláraði teið og greip svo jakkann sinn og fór út.
Hún hafði enga hugmynd um hvað hún ætlaði sér og gekk þessvegna um gráan bæinn í tíu mínútur. Enginn var á ferli. Ekkert af fólkinu sem bjó í þessu hverfi vogaði sér út úr húsinu.
Hún var á leiðinni með að fara inn aftur þegar hún heyrði nafnið sitt kallað. Fyrst hélt hún að þetta væri bara Snorri en þegar hún sneri sér við sá hún að svo var ekki. Krummi hljóp á harðaspretti upp brekkuna sem lá að húsinu.
,,Valbrá, hvað ertu að gera að þessu húsi? Veistu ekki hver býr þarna?’’ spyr hann æstur.
,,Fyrst vil ég spurja, hvað ert þú að gera hér?’’ sagði hún yfirvegað án þess að taka eftir því að Vabra horfði á þau út um gluggann með óhugnalegt bros.
,,Ég er bara að bjarga þér, konan sem býr þarna er stórhættuleg! Það er búið að vara mig margsinnis við henni. Hún drepur vampírur jafn miskunnarlaust og Ólafsmorðinginn drepur fólk!’’ sagði hann og tvísté órólegur.
,,Hún er frænka mín….hálfsystir’’ leiðrétti hún og hristi hausinn ringluð ,,varla færi hún að drepa mig!’’
Hann hnussaði.
,,Hvað varstu gömul þegar þú hættir að hitta hana reglulega?’’ spurði hann.
,,Fimm’’
,,Já, pabbi þinn hitti þig daglega í fjórtán ár en reyndi samt að brenna þig inni!’’ hann tekur trylltur um upphandleggina á henni ,,býrðu þarna?’’
,,Já, ég treysti henni. Hún er vinkona mín og Snorra’’
Hann gretti sig.
,,Eruð þið tvö saman í herbergi?’’
Hún horfði bara reiðilega á hann án þess að svara.
,,Komdu með mér! Ég sé að þig vantar mjög stóran skammt af hressandi…’’
,,Uss!’’ hvæsti Valbrá.
,,Komdu Valbrá! Með mér! Við eigum að vera saman!’’ bað hann.
,,Hvað gengur hér á!?’’ heyrðist þrumuraust Vöbru. Hún gekk hratt til þeirra. Hratt og ógnvekjandi. Krummi hljóp í burtu en Valbrá varð eftir.
,,Er allt í lagi? Var hann eitthvað vondur?’’ spurði Vabra hana blíðlega.
Valbrá vissi ekki hverju hún ætti að svara.
,,Haltu þig sem fjærst honum, hann er vampíra en þar sem hann er svona ungur ákvað ég að skipta mér ekki af.’’
Valbrá var enn vissari um að Vabra mundi ekki gera henni mein þó hún fattaði að litla frænka sín væri vampíra.
Síminn hringdi inni nokkrum mínútum eftir að þær komu inn. Vabra svaraði í símann og Valbrá settist stutt frá henni og horfði á hana tala.
,,Ég sá hann áðan, haldið honum og komið með hann seinna svo við getum gert hann skaðlausann.’’ Svo varð smá þögn meðan eitthver útskýrði á háu nótunum eitthvað áfall.
,,Æ, þú ert svo mikill aumingji! Læstu bara, hann fer varla að brjóta upp þessa helvítis stálhurð sem þú grátbaðst um, rándýrt og alls ekkert drasl!’’
Svo skellti hún fast á.
,,Við náðum einum, verð að skreppa aðeins og reyna að tala við einn heiladauðan samstarfsmann minn.’’ Sagði hún og virtist skyndilega breytt.

Snorri var enn ókominn þegar hún kom aftur stuttu seinna. Hún var augljóslega frekar pirruð og skellti hurðinni á eftir sér þrátt fyrir að vinur hennar ætti eftir að koma inn. Hann opnaði hurðina hægt og gekk svo inn í stofu til þeirra.
,,Hvað á ég að gera við hann?’’ spurði hann og þurrkaði svita af enninu.
,,Ég veit það ekki, ég skal fara með hann inn. Vertu svo væn að vera inni í herberginu þínu á meðan, Valbrá’’ bað Vabra og Valbrá hlýddi.
Inni í herberginu heyrði Valbrá mikil óhljóð og brölt. Vabra var sífellt að skipa aumingja manninum en loks kom þögn og Vabra opnaði herbergið hljóðlega.
,,Alveg óhætt núna, hann er á stað sem hann nær ekki í þig’’ sagði hún blíðlega.

Valbrá gekk eftir svefnherbergisganginum. Snorri hafði verið í burtu í klukkutíma núna og hún var farin að hafa áhyggjur.
Hún gekk framhjá bannaða herberginu. Rödd heyrðist þaðan. Hún talaði til hennar eins og draugur. Kunnulegur draugur.
Hún leit í kringum sig en Vabra hafði horfið eitthvert með manninum.
,,Krummi!’’ hvíslaði hún og röddin byrjaði örvæntingarfullt að blaðra eitthvað sem hún skildi ekki vegna hve hurðin var þykk. Hún var samt nokkurnvegin viss um að hann væri að segja henni að forða sér.
,,Ekki láta þetta vera þú, gerðu það, hún hefur sagt mér nokkrar sögur af því hvernig hún batt vampírurnar og skaut þær án þess að hika.’’ vældi hún.
Útidyrahurðin var opnuð. Vabra stóð í gættini og horfði á Valbrá berja í hurðina á bannaða herberginu.
,,Er þetta vinur þinn?’’ spurði hún.
Valbrá kinkaði hikandi kolli.
,,Grunaði mig ekki. Gat ekki annað verið með þetta furðulega hár þitt’’ hún greip í öxlina á Valbrá. Hún opnaði hurðina á herberginu.
Valbrá barðist við manninn sem hélt henni fastri en hann ýtti henni inn í herbergið eins harkalega og hann gat. Hún sá Krumma blasa við áður en ennið skall í gólfið.
,,Sagði þér það’’ sagði hann rétt áður en hún missti meðvitund.
Hurðinni var skellt aftur og læst.
Þau mundu ekki komast út héðan af.