,,Hvert eigum við að fara? Ég get ekki farið heim! Foreldrar mínir eru týndir eitthverstaðar og mig langar heldur ekki að fara til þeirra. Hvað með þína?’’ Valbrá sparkaði harkalega í stein.
,,Þau urðu úti uppi á fjöllum og hafa ekki fundist síðan. Ég er líka sá síðasti í minni ætt, báðar ömmurnar og afarnir dánir, á engin systkin og bæði mamma og pabbi voru einkabörn.’’
Hún yppti öxlum.
,,Ég á systur…eða mamma mín á systur. Hún er víst dálítið skrýtin, var miðill en skipti yfir í hálfgerðan sálfræðing og sá til þess að mamma hélt geðheilsunni, þegar ég varð fimm ára hætti hún sem sálfræðingur og hvarf bókstaflega. Ég er samt ekki viss um að það hafi tekist alveg að hjálpa mömmu, hún var dálítið trekkt á taugum, greyið’’
Honum varð rifjað upp orð Krumma.
,,Valbrá, er allt í lagi? Þú breyttist svo rosalega í gær. Þú hagar þér öðruvísi og lítur líka öðruvísi út, ekki mikið samt, það er bara eins og hárið á þér hafi dökknað!’’ hann kemur laust við síða lokkana sem voru grófir eins og á útigangsketti, eftir að hafa þvegið það með ódýrri handsápu árum saman.
,,Nei, það er ekkert í lagi en ég má ekki segja’’ hún brosir barnalega og valhoppar á undan honum eins og hamingjusamur hundur. Þegar hann nær henni snarstansar hún og lítur alvarleg á hann. Grá augu hans voru spyrjandi.
Hún hlær eins og í vímu.
,,Þú ert svo fallegur þegar þú ert svona fullorðinslegur’’
Hann reyndi að hunsa þá staðreynd að svona stórar skapsveiflur voru eitt merki um að manneskja sé dálítið tæp á geðheilsunni.
Svo róast hún niður eftir smástund og gengur inn á neðanjarðarlestarstöð.
,,Veistu, Snorri, þetta sem gerðist í gær. Það er ekkert á milli Krumma og mín’’ hún horfir skringilega á hann ,,en ekkert milli mín og þín heldur. Ég mun aldrei geta litið á nokkurn strák sem annað en vin. Við skulum bara vera bestu vinir.’’
Hún býst undir að draga hann inn í eina lestina en hættir við þegar hún sér að miðavörðurinn er þar að labba um.
Snorri varð fyrir svo miklum vonbrigðum að hann hefði getað grátið.
Næsta lest kom nákvæmlega sex mínútum seinna. Þau biðu eftir að hurðin opnaðist en gengu beint í flasið á stórvaxinni konu.
,,Afsakaðu’’ sagði Snorri. Konan leit af honum á Valbrá.
,,Valbrá?’’ æpti hún og greip hana í fangið. Valbrá virtist vita nákvæmlega hver þetta var því hún hló glaðlega.
,,Vabra? Ég trúi ekki að þú sért hérna!’’
Konan hló.
,,Ég heiti ekki Vabra, þú varst skírð eftir mér en þegar ég hitti þig síðast varstu svo lítil að þú gast ekki borið Valbrá almennilega fram. En til að rugla ekki strákinn máttu alveg kalla mig Vöbru’’ hún kreisti Valbrá fastar ,,hvað varð svo af pabba og systur minni?’’
Valbrá losaði sig úr fanginu á Vöbru og dró hana og Snorra inn í vagninn rétt áður en hurðirnar lokuðust.
,,Pabbi batt mig við herbergið mitt, kveikti í húsinu og stakk af með mömmu. Músin nagaði bandið í sundur svo ég slapp lifandi.’’
Hún virtist ekki hafa heyrt neitt sem Valbrá sagði um pabbann.
,,Er músin lifandi?’’ spurði hún og tók svo gapandi við litlu, hvítu verunni.
,,Já, greinilega’’ sagði Snorri.
Lestin stoppaði og óhugnalegur maður með kolsvart hár fyrir augunum gekk inn og settist eins langt frá þeim og hann gat.
,,Krúttið’’ hún strauk blíðlega yfir bleikleit eyrun og niður eftir hryggnum ,,er hún ekki orðin rosalega gömul?’’
,,Ja, ég veit það ekki, níu ára’’ sagði Valbrá eins og ekkert væri sjálfsagðara.
,,Finnst þér ekkert skrýtið hvað hún hefur lifað lengi?’’ spurði Vabra.
,,Nei, lifa mýs ekki svona lengi?’’
,,Nei, alls ekki! Þær lifa kannski þrjú ár ef þær eru mjög heppnar!’’
,,Er hún þá gölluð eða eitthvað?’’ Snorri virðir fyrir sér músina sem stendur á afturfótunum og þefar upp í loftið.
,,Það er eiginlega hægt að segja það, hún var tilraunamús og átti að geta dáið og lifnað við aftur og aftur til að gera tilraunir á henni auðveldari. Og þegar þeir þurftu ekki á henni að halda lengur fékk ég að eiga hana og að sjálfsögðu gaf ég fimm ára systurdóttur minni hana sem gæludýr, hún mundi lifa alveg þangað til þú værir búin að átta þig á gangi lífsins og þegar hún dæi mundirðu sætta þig betur við það en sjö ára barn myndi gera.’’
,,Tilraunamús? Varstu vísindakona eitthverntíman?’’ spurði Valbrá og tók við músinni og leyfði henni að labba upp handleggin á sér og koma sér fyrir á öxlinni.
Vabra byrjaði að hvísla.
,,Ekki kalla það vísindi, það háleynilegt starf sem ég er í og þessvegna er ég hér en ekki í heimabænum!’’
Maðurinn sem hafði komið inn í vagninn fyrir stuttu tók upp flösku og fékk sér stóran sopa og stakk henni síðan inn á sig aftur. Gömul, gráhærð kona um sextugt horfði á hann með hryllingi, henni grunaði hvern skuggalegan einstakling um morðið á eiginmanni sínum.
Þegar maðurinn sá hana sneri hann sér undan og ranghvolfdi augunum. Hann var komin með leið á að horfa á fólk bregðast við honum svona. Gat það ekki bara litið á hann sem venjulegan mann? Þá fengi hann frið.
Hann tók blað af sætinu við hliðina á sér og brosti yfir forsíðufréttinni. Ánægður kinkaði hann kolli.
Fín fyrirsögn, hugsaði hann og flaskan kom aftur í ljós , ómannlegt.
Hann hafði aldrei litið á sjálfan sig sem mannlegan og þótti bara fyndið að sjá það svart á hvítu. Hann tók annan sopa af flöskunni.
Rosalega var augnaráð ljóshærðu konunnar með krökkunum pirrandi, það gat ekki verið að hún vissi hver…hvað hann var.
En þegar svört augun höfðu virt hann betur fyrir sér stökk hann á fætur og fór út á næstu stöð.
Vabra horfði reiðilega á eftir honum.
,,Hættu að snúa út úr, segðu bara við hvað þú vinnur!’’ biður Valbrá.
,,Fyrirgefiði, ég mátti ekki segja það með manninn þarna inni í vagninum.’’
Snorri og Valbrá líta hissa á hvort annað.
,,Hafið þið séð fréttina um morðið á manninum þarna, hvað hét hann? Ólafur?’’ spurði Vabra.
,,Já’’ sagði Valbrá á sama tíma og Snorri svaraði neitandi.
,,Þú veist þá væntanlega að flestir halda að eitthvað ónáttúrulegt hafi verið hér á ferð. Þau hafa rétt fyrir sér, ég var send til að eyða verunni. Ég vinn við að eyða þessu ónáttúrulega, vernda venjulegt fólk fyrir að vera drepið miskunnarlaust. Vera drepið af tilfinningalausum, viðbjóðslegum vampírum. Ég er stolt af því að hafa sent heilar tólf vampírur beint til helvítis! Ekki halda að ég sé geðveik, vampírur eru til og þær eru stórhættulegar varnarlausu fólki!’’
,,Ég trúi þér’’ sagði Valbrá dauf. Hjartað í henni hamaðist á fullu af hræðslu.
–
Minni líka á að síðan í undirskriftinni minni gefur ykkur aðgang að smá innliti í næstu kafla ;Þ