Ég ætlaði bara skrifa smá klausu á rithring.is en sú klausa varð eitthvernvegin varð að smásögu, veit ekki hvort hún sé frumleg en það er ykkar að dæma :) annars átti maður að skrifa um “Eftirsjá”



Það var þessi örlaga nótt, þessi fallega gamlaársnótt klædd í fínum nýföllnum snjó. Ég veit ekki hvað varð til þessar atburðar en hann gerðist þó hvort sem ég trúi því eða ekki. Allt sem gerði þá nátt er í móðu en eina sem ég man skýrt eftir var rauði liturinn streyma framm, rauður litur eins og gömlugóðu aðventukertin hennar ömmu sem loguðu svo glatt.

Ég hafði verið edrú í háherrans ár, ætli hafi ekki verið í 15 ár síðan? Jú, um það bil að ég eignaðist soninn minn. Ég var að vinna svolítið seint um þetta kvöld og fjölskyldan mín ákvað að verja nóttinni uppí sveit. En svo um kvöldið náðu gamlir æsku vinir mínir sem ég hafði mestu leyti misst samband við tókust að plata mig inná barinn og töluð um alla þessa vitleysu sem við gerðum ungir en gamlar minningar fóru að koma upp smátt og smátt sem betur hafðar grafnar í gleymskunar haf.

Ég mynntist þess um hann Harald “Litla” sem var fínasti náungi en var voða lítill í sér eða okkar mati á þeim tíma þegar við vorum að metast hver væri mestur og bestur í þessu og hinu.
Það er skrýtið, að af öllum vinahópnum fannst mér mest vænst um hann en var ekkert svo voða vinarlegur við hann, alltaf reyna stappa stálinu í honum, að gera honum að manni. Svo einn daginn, ég og restin af vinahópnum fundum nýja “keppni” og það var að kljást við frekar sterklegan strák Lárus að nafni og okkur fannst að Haraldur ætti gera það því hann gerði aldrei neitt svakalegt. Næstu daga nöldruðum við í honum þangað til að hann gafst upp og sagðist að gera það.

Við náðum í þennan Lárus og lugum eitthvað út í loftið til þessa að fá hann til að slást við Harald niður við hauginn, haugurinn var eiginlega var ógrafinn ruslahaugur og var mest spennandi þar því að maður gat fundið allskonar barefli og auðvitað var bannað að fara þangað. Svo fengum við fullt af fólki úr hverfi okkar að koma þannig að þetta varð einskonar viðburður.

Nú stóð mannsöfnuðurinn og horfði á tvo um það bil jafn sterka stráka andspænis hvort öðrum, Lárus í algjöri heift því við höfðum logið ýmsu um að Haraldur hafi sagt, og reiddist meira yfir hvað Haraldur var rólegur yfir aðstæðunum. Svo beið nokkur stund áður en Lárus gat ekki haldið sér aftur og réðst til atlögu. Haraldur beygir sig og hoppar frá en rekst í eitthvað en er of upptekinn að andstæðningnum sínum. Þeir báðir skiptast á höggum og á að beygja sig. Haraldur var samt orðin eitthvað haltur en enginn skeitti um það því að þetta var mjög jafn slagur, en svo allt í einu fóru fólk að hlægja eins og híenur og fóru að benda að Haraldi.

Haraldur hafði flægst í ryðgaðan gaddavír og þegar hann reyndi að sparka í andstæðinginn sinn þá rifnuðu buxurnur sem nærbrækur í strimla. Haraldur faldi nekt sýna en gat ekki þá barist við Lárus þannig Lárus gekk á skrokk á honum þangað til bræðin fór af honum; og með alla hlægjandi eins og vitleysingar þar á meðal ég. Ég veit ekki afhverju ég hló því ég fann svo mikið til með honum en ég samt hló.

Eftir þetta stönglaðist Haraldur heim nakinn, marinn og með tárin í augunum, næsta dag fannst hann hengdur í herbergi sínu.

En það er ekki allt í þessari sorglegu sögu, eftir að drekka nokkra bjóra varð ég drekka meira og meira til þess að grafa þessar grimmar minningar. En samkvæmt vitnisburði vina minna þá stóð ég upp og fór allt í einu í hið blíðfögru nótt. Meira man ég ekki, ó ég sver ég man ekkert nema þetta fáa og það er rauði liturinn á kunnugu andliti og hefnd fyrir hönd Haralds. Svo vaknaði ég hér, í þessu fangelsi með rosalega timburmenn og ég spurði lögregluþjóninn fyrir hvað ég væri inni fyrir og þegar ég heyrði það datt ég niður á gólf, ekki útaf ég var ennþá fullur heldur. Ég hafði framið morð.
I can't help it!…I'm Metally Insane!